Opið hús í Hússtjórnarskólanum.

Laugardaginn 6 maí n.k. verður opið hús frá 13:30-17:00 í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík,
Sólvallagötu 12. Sýning á vinnu nemenda, kaffi og kökusala. Allir velkomnir,
hvetjum eldri nemendur til að koma, hitta vini og kunninga og rifja upp gamla tíma.
Það er mjög gaman að koma í Hússtjórnarskólann, ganga þar um stofur, skoða eldhúsið,
vefstofuna, saumastofuna, handverk nemenda og annað sem er í þessu fallega húsi.
Setjast síðan niður í betri stofuna og fá sér pönnukökur með rjóma eða tertusneið og njóta augnabliksins.
Skólinn tók til starfa 7. febrúar 1942, í einu af fallegustu húsum Reykjavíkur. Skólinn hefur verið starfræktur þar síðan.
Aðsókn er mikil að skólanum og oftast komast færri að en vilja. Hægt er að búa í heimavist í skólanum á meðan á námi stendur.

Hér eru nokkrar myndir frá opnu húsi.   Fjöldi gesta mætti til að njóta veitinga og skoða fallega vinnu nemenda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *