Skóla og húsreglur
Skólareglur
- Mætingarskylda er 85%. Mæting reiknast fyrir hverja kennslustund og hefur áhrif á lokaeinkunn.
- Skyldumæting er í bóklegar og verklegar greinar, svo og í morgun og hádegismat. Nemendur sem hafa umsjón með morgunmat mæti í eldhúsklæðnaði til starfa.
- Nemendum er ekki heimill aðgangur að ljósritunarherbergi og kennarastofu.
- Ath: Ekki má fara með kennslugögn upp á herbergi eða út úr húsi nema með leyfi kennara.
- Umgengni skal vera góð og virðing borin fyrir eigum skólans innan dyra sem utan.
- Nemendur skulu halda utan um eigur sínar og ekki láta þær liggja um allt hús.
- Fatnaður í eldhúsi skal vera viðeigandi, og eru inniskór nauðsynlegir.
- Umgengni um þvottahús skal vera eftir settum reglum.
- Símar, farsímar, hringingar í og úr síma og ipod eru ekki leyfðar á skólatíma,
- Sælgæti, drykkjarföng og neysla annarra matvæla eru ekki leyfð í kennslustundum.
- Reykingar eru ekki leyfðar í skólanum.
- Áfengisneysla er bönnuð innan dyra skólans, einnig á lóð skólans.
- Sjónvarp: Óleyfilegt er að hafa kveikt á sjónvarpi meðan á kennslu stendur.
- Skólinn er lokaður í skólafríum ( vetrarfrí og páskafrí )
- Húsið skal ávallt vera læst.
Húsreglur heimavistar
- Allir nemendur sem búa í skólanum verða að hlíta eftirfarandi reglum, ef þeir telja sig ekki geta það, verða þeir að flytja úr heimavistinni.
- Reykingar eru ekki leyfðar í skólanum.
- Áfengisneysla er bönnuð innan dyra skólans og á lóð skólans, einnig er bannað að eiga og geyma áfengi innan veggja skólans.
- Notkun eldfæra er stranglega bönnuð á heimavist, þ.m.t. notkun kerta.
- Gestir eiga að vera farnir úr húsinu kl. 23, og á það bæði við virka daga og um helgar.
- Gestir: Engir gestir á heimavist meðan á kennslu stendur.
- Kyrrð skal vera komin á kl.23 alla daga.
- Látið vita ef ykkur seinkar heim á kvöldin, skrifið athugasemdir í bók sem er niðri í anddyri.
- Hafið góða samvinnu við húsvörðinn og hlítið boðum hans.
- Umgengni á heimavist skal vera til fyrirmyndar, og herbergjum og salernum haldið hreinum og snyrtilegum. Ath: metið er til einkunnar hvernig nemendur sjá um þrif á sameign.
- Nemendur skuli þvo persónulegan þvott utan kennslutíma.
- Nemendur á heimavist sjá um sig sjálfir í kvöldmat og um helgar .
- Um helgar er oftast fámennt í skólanum, nemendur sem eru þar hafa aðgang að mat skólans eins og hverju öðru heimili.
- Nemendur skili eldhúsi hreinu og uppröðuðu eftir kvöldverð og helgar.
- Húsið skal ávallt vera læst.
- Ef þið teljið á hlut ykkar gengið, komið þá og ræðið málið.
Morgunverð kl: 08.00 – skyldumæting
Kennsla hefst kl: 08.30
Hádegisverður kl: 12.00 – skyldumæting.
Kennsla heft í handavinnu kl: 12.50
Kennsla hefst í vefnaði kl: 13.20
Kennsla hefst í prjóni kl: 13.30
Eftirmiðdagskaffi hefst kl: 15.00
Kennsla hefst aftur kl: 15.20
Kennt ýmist til kl: 16.10 eða til kl: 16.50
Föstudaga er kennt frá kl: 08.00 – 12.00
Tvo föstudaga á önn er kennsla allan daginn frá kl: 08.00-22.00 ( foreldraboð )
Einn laugardagur á önn er kennsla frá kl: 10.30-18.00 ( opið hús )