Námskeið – Bróderí á aðventunni

Húllað utan um kertakrús – húllsaumur, lek og hvítsaumsbogar

Kennari:  Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann.

Hvenær:  Þriðjudaginn 12. desember kl. 17 – 21. Alls fjórar klst.

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja: Allir velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir.

Taka með:

Allt efni er innifalið og áhöld til staðar en gott er að hafa bróderískæri meðferðis og jafnvel stækkunarlampa og/eða gleraugu fyrir þá sem notast við slíkt.

Húllsaumur felst í því að þráður er dreginn úr efni og spor saumuð í sem mynda lítil göt og skugga og er því kjörið til að ná fram samspili ljóss og skugga, eins og í þessu verkefni.  Hvítsaumsbogar  og lek leika um leið stórt hlutverk við þennan leik að ljósi.

Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar milli þess sem sporin verða tekin. Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á notalegri aðventunni.

Verð: 16.500 kr.

Skráningarform: