Næringarfræði

Næringarfræði

Námsgrein: Næringarfræði
Viðfangsefni: Næring, heilbrigt líferni og forvarnir
Þrep: 1
Einingafjöldi: 1
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á næringarefnum og gildi þeirra fyrir líkamann og almenna heilsu. Nemendur læra um ráðlagða dagskammta, manneldismarkmið, velja holl matvæli og velja matreiðsluaðferðir þannig að næringin spillist sem minnst.
Nemendum er kennt hversu mikilvægt sé að velja rétt í sambandi við næringu og skilja á milli auglýsinga á allslags efnum og því sem æskilegra væri að neyta. Temja sér gagnrýna hugsun. Nemendur fá fræðslu um almenna hollustuhætti, heilbrigt líferni og forvarnir um vímuefni. Farið er í samspil góðrar næringar, hreyfingu og nægrar hvíldar. Nemendur læra að reikna út næringargildi matvæla og öðlast skilning á mikilvægi næringar í hvaða formi sem hún er fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Lögð er áhersla á mismunandi næringarþörf eftir aldri, hreyfingu, starfi og heilsu.
Markmiðið er að auka þekkingu nemenda á hollu og góðu fæði sem uppfyllir allar þarfir líkamans og eykur lífsgæði. Samspil góðrar næringar og heilbrigðs lífs án vímuefna, þátttöku í félagslífi og samfélaginu.

Námsmat:
Leiðsagnarmat, símat og próf. Námsmat er í höndum kennara í viðkomandi áfanga ásamt skriflegu prófi. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.