Prjónanámskeið – heimferðarsett

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu verða prjónuð heimferðarsett, peysa, buxur og húfa. Einnig er hægt að prjóna heilgalla.

Dæmi um heimferðarsett eru:

Sólskins ungbarnasett frá Vinda knits
Gullið mitt frá Knits by Linda
Berg ungbarnasett frá Litli prins
Konglesett frá Little and loop
Seaside set frá Petite knit

Dæmi um galla eru:

Teddy pants eða Monday suit frá Petite Knit
Þetta eru bara dæmi um það sem hægt er að velja, margar aðrar síður eru líka mjög fallegar t.d. Amma loppa, Knitting for Olive og fleiri.

Nemendur læra öll þau tækniatriði sem uppskriftin segir til um. Dæmi: útaukningar til vinstri og hægri, stuttar umferðir, I-cord kantur eða snúra og fleira.

Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir 
Tími: Þriðjudagana 26. nóv, 3. des og 10. des kl. 17:00-20:00
Námskeiðið er alls 9 klst.

Taka með:

  • Uppskrift að eigin vali af heimferðarsetti.
  • Prjóna sem gefnir eru upp í uppskriftinni
  • Garn í settið sem hentar prjónfestunni í uppskriftinni
  • Prjónamerki 10 stk., lykkjusnúrur fyrir þá prjónastærð sem valin er, 2 stk.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja: Allir velkomnir, hentar vel fyrir byrjendur. Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður uppá léttar kaffivetingar milli þess sem lykkjur eru prjónaðar. Njótum prjónaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á notalegum desemberkvöldum


Verð: 
18.500 kr.