Harðangur og klaustur
Kennari: Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann.
Hvenær: 27. og 28. júní kl. 17-20. Alls 6 klukkustundir.
ATHUGIÐ að fyrra námskeiðið er orðið fullt. Við höfum því bætt við öðru eins námskeiði dagana 29 og 30 júní kl. 17-20. Skráning er hér að neðan.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja: Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir.
Taka með: Allt efni er innifalið og áhöld til staðar en gott er að hafa storkaskæri meðferðis og jafnvel stækkunarlampa og/eða gleraugu fyrir þá sem notast við slíkt.
Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði í harðangurssaumi með því að sauma nálapúða. Flatsaumsstólpar, varningar, dúfnaaugu og skáspor eru tekin fyrir en einnig verður farið vel í hvernig klippa skal göt í harðangurinn.
Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar milli þess sem sporin verða tekin. Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á góðviðriskvöldum í lok júní.
Verð: 18.500 kr.