Barna- og unglinganámskeið vor 2024

Nýjung í Húsó!

Ertu 10-16 ára?
Viltu koma á námskeið í Húsó að læra meðal annars að hekla, elda og baka?

Í vor verða haldin tvö barna- og unglinganámskeið. Hvort námskeið er í 10 vikur.
Annað námskeiðið er fyrir aldurshópinn 10-13 ára (5.-7. bekkur) og hitt fyrir aldurshópinn 13-16 ára (8.-10. bekkur).

Hvenær: 
5.-7. bekkur: Mánudaga kl. 17-19:30
8.-10. bekkur: Miðvikudaga kl. 17-20

Námskeiðin hefjast 26. og 28. febrúar, síðustu námskeiðskvöldin verða 13. og 15. maí. Opið hús verður hjá nemendum Hússtjórnarskólans í Reykjavík laugardaginn 11. maí kl. 13:30-17. Nemendur barna- og unglinganámskeiðanna munu einnig sýna afrakstur sinn á því.

Nemendur læra meðal annars:

  • Helstu undirstöður hekls líkt og loftlykkjur, fastapinna og stuðla. Nemendur læra bæði að fylgja uppskriftum og skapa sjálf eftir eigin hæfni. Nemendur hekla m.a. dýr og klæðnað á sig sjálf.
  • Helstu undirstöður í matreiðslu, bæði eldamennsku og bakstri. Nemendur læra að fylgja uppskriftum.
  • Helstu undirstöður í þvotti, ræstingu og framreiðslu, líkt og að leggja á borð, setja í vélar og ganga frá eftir sig.

Ef einhver ofnæmi eða sérþarfir varðandi mat eru verða slíkar upplýsingar að fylgja umsókn svo við getum undirbúið matreiðslu með fyrirvara út frá því.

Námskeiðsgjald:
Fyrir nemendur 5.-7. bekkjar: 54.000 kr.
Fyrir nemendur 8.-10. bekkjar: 59.000 kr.

Taka með:
Allt efni er innifalið og áhöld til staðar. Nemendur mæti með inniskó.

Leiðbeinendur:  Ásdís Eva Guðnadóttir og Kristín Lára Torfadóttir

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Sjáumst í Húsó!

Skráningarform: