Prjón
Námsgrein: Prjón
Viðfangsefni: Grunnaðferðir, flóknari tækni, útprjón, prjón á flíkum og frágangur
Þrep:2
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing:
Nemendur læra undirstöðu og flóknari aðferðir við prjón, þjálfast í að lesa og skilja einfaldar og flóknar uppskriftir. Kenndar eru helstu aðferðir við prjón eins og að fitja upp, slétt og brugðið, gataprjón, garðaprjón og kaðlaprjón.Kennt er að prjóna á fimmprjóna og hringprjón. Nemendur læra fjölbreyttar aðferðir við úrtöku og útaukningar ásamt því að teikna eigin munstur og reikna það út. Kennd eru stærðarhlutföll eftir því hvaða garn og prjónastærðir eru notaðar og hvernig prjónfesta hefur áhrif á stærð flíkur. Kennd eru fagorð og orðtök sem notuð eru við prjón. Nemendur læra að velja sér uppskriftir eftir getu sem síðan er byggt ofan á.
Nemendur öðlist færni og getu til að prjóna flíkur og aðra nytjahluti. Kenndur er frágangur á öllu því sem nemendur prjóna. Íslenska ullin er í hávegum höfð við skólann, nemendur fá fræðslu um hana og fara í kynnisferð í ullarverksmiðju Ístex.
Námsmat:
Leiðsagnarmat, símat ásamt mati prófdómara. Öll verkefni eru lögð fyrir prófdómara sem metur vinnu nemenda og frágang. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga.Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.