Lífsleikni
Markmiðið er að nemendur fræðist um ýmsa þætti sem varðar líf þeirra og framtíð. Auki skilning þeirra á umhverfinu ásamt samskiptum við við annað fólk.
Lífsleikni – LKN 101
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing
Nemendur fá fjölbreytta fræðslu um ólík efni, t.d. brunavarnir, vímuefni, mannasiði, persónuleg þrif, borðsiði, berjaferð, bæjarferð, Ístex heimsótt, skólaferðalag, umræða um getnaðarvarnir og kynlíf. Tekið er fyrir jafnrétti og trúfrelsi og einnig er rætt um einelti og lausnir á því. Snyrting lóða vor og haust o.fl.
Námskeiðið í brunavörnum kenna slökkviliðsmenn og er það 5 kennslutímar. Nemendum er sýnt myndband og kynntar ólíkar gerðir slökkviliðstækja. Að lokum er kveiktur eldur utandyra og nemendur látnir slökkva eldinn.
Nemendur gefst kostur á námskeiði í þæfingu (5 kennslutímar). Þæfður er trefill ásamt
40×40 cm þæfðu efni sem notað er til að sauma barnaskó.
Kennslumarkmið
Markmiðið er að nemendur öðlist fjölbreytta fræðslu sem komi þeim til góða í lífinu og sé þeim einnig til ánægju. Nemendur öðlist víðsýni og beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum ásamt því að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.
Kennsluverkefni
- Berjaferð
- Skólaferðalag
- Heimsókn í Ístex
- Námskeið í þæfingu
- Brunavarnir
- Borðsiðir og almenn kurteisi
- Persónuleg þrif
- Kynlíf og getnaðarvarnir
- Vímuvarnir
- Fjármál og greiðslukort
Námsmat
Lífsleikni er nám án eininga og einkunnar. Skyldumæting er hjá nemendum og ef nemendur eru með 85% mætingu standast þeir áfangann og fá S (staðist) sem staðfestingu.