Skólanámsskrá

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Námsbrautarlýsing hússtjórnarbraut

Hlutverk og markmið hússtjórnarbrautar við Hússtjórnarskólann í Reykjavík er að mennta nemendur í hússtjórnargreinum sem mun nýtast þeim í daglegu lífi, vera þeim hvatning til frekara framhaldsnáms og kenna þeim heilbrigða lifnaðarhætti og mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi. Skólinn er einnar annar heilstætt nám sem veitir nemendum sérhæfða kennslu í hússtjórnargreinum og skapar grundvöll fyrir aukinni menntun og þroska nemenda. Leitast er við að efla ábyrgðarkennd, sjálfstæði, frumkvæði, gagnrýna og sjálfstæða hugsun sem og víðsýni. Þegar námi líkur eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu í matreiðslu, hreinlætisfræði, vörufræði, næringarfræði og handverksgreinum. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og fjölbreyttni í námi og kennslu. Þessa þekkingu og reinslu eiga nemendur að geta nýtt sér við margvísleg verkefni og störf í daglegu lífi og einnig til frekara náms ásamt þáttöku í atvinnulífinu. Skólinn er byggður á gömlum grunni sem í gegn um tíðina hefur þróast og tekið breytingum. Lögð er áhersla á íslenskt mál bæði ritað og talað. Heimavist er fyrir þá sem það kjósa og ganga nemendur utan höfuðborgarinnar fyrir með pláss á vistinni. Leitast er við að efla siðferðisvitund og víðsýni nemenda ásamt því að bera virðingu fyrir skoðunum annara og eigum.Nemendur sjá um þrif á húsnæði og er það fellt inn í námið. Þrif á heimavist sjá þeir alfarið um sjálfir ásamt þvotti á eigin fatnaði og persónulegum þrifi. Símat og leiðsagnarmat er í öllum áföngum. Nemendur hvattir til að afla sér upplýsinga á netinu og blöðum ásamt því að meta menningarleg verðmæti og þekkja sitt nánasta umhverfi. Skólinn starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr.92/2008
Skólinn er á hæfnisþrepi 1 og 2

Inntökuskilyrði

Nemandi hafi lokið grunnskólaprófi og sé með A eða B í einkunn í stærðfræði, íslensku og ensku.
Nemandi sækjir um skólann í gegn um heimasíðu skólans eða á netfangið husrvik@centrum.is
Nemandi sækir um heimavist um leið og sótt er um skólavist.
Nemendur undir 18 ára aldri þurfa samþykki foreldra eða forráðamanna og gefa upp nafn þeirra.
Haft er samband við forráðamann.
Skólameistari ber ábyrgð á inntöku nemenda í skólann og svarar umsóknum eins fljót og auðið er.
Nemendur greiða staðfestingargjald ef hann ætlar að stunda nám við skólann.
Nám við Hússtjórnarskólann hentar þeim vel sem stefna á áframhaldandi nám í matreiðslu, hönnun og textil. Námið er einingabært á framhaldsskólastigi og nýtast einingarnar að hluta í vali til stúdent

Fatasaumur I

Viðfangsefni: Saumavélar, spor, sniðabreytingar, saumtækni, áhöld og tæki
Þrep: 1
Einingafjöldi: 2
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í fatasaum og almennum vélsaum ásamt því að teikna upp snið. Nemendur leggja snið á efni, merkja fyrir saumförum og klippa eftir sniði. Nemendur vinna með tilbúin snið og sauma einfaldar og meðalflóknar flíkur þar sem lögð er áhersla á saumatækni af ýmsum gerðum. Nemendur læra algengustu aðferðir við fatasaum og annan vélsaum, s.s. rykkingar, falda, hnappagöt, ísetningu rennilása, fóður í berustykki, og föll ásamt þeim fagorðum sem notuð eru við saumaskap. Nemendur kynnast mismunandi efnum, fastofnum og teygjanlegum ásamt mismunandi tvinna. Nemendur læra að þekkja muninn á náttúrulegum efnum og gerviefnum og geti tilgreint: kosti þeirra og galla, þvottameðferð, umhirðu og ástæðu fyrir blöndun trefjanna. Nemendur læra heiti á helstu fataefnum og geti lýst þeim lítillega. Nemendur læra á saumavél, overlockvélar og fylgihluti þeirra s.s. mismunandi nálategundir og saumfætur. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér sjálfstæð, vönduð og skiplögð vinnubrögð og séu í stakk búnir til að vinna sjálfstætt eftir skriflegum leiðbeiningum og teikningum. Heimavinna er metin til eininga og einkunnar.

Fatasaumur 2

Viðfangsefni: Fatasaumur, máltökur og sniðabreytingar
Þrep: 2
Einingafjöldi: 3
Undanfari: FATA 1

Áfangalýsing:
Í fatasaum II er byggt ofan á þá þekkingu sem nemandi fékk í fatasaum I. Nemendur læra að taka mál og vinna snið upp úr sniðablöðum og vinna samkvæmt þeim. Farið er í flóknari fatasaum og tækniatriði. Nemendum eru kennd vönduð vinnubrögð og einkenni vandaðrar flíkur með góðum frágangi. Nemendur læra að nota uppskriftir lesa þær, taka upp snið, útfæra þau eftir eigin hugmyndum og laga eða breyta eftir þeim. Unnið er með flóknari snið og verkefni. Nemendur gera flíkur með mismunandi saumatækni ásamt því að sýna vönduð vinnubrögð og sjálfstæði.
Nemendur fá leiðsögn í fataviðgerðum og smávægilegum breytingum. Nemendur læra hvað tæki, áhöld og fatahlutar heita og geti nýtt sér bækur, blöð og veraldarvefinn til að afla sér upplýsinga og uppskrifta.

Námsmat:
Leiðsagnar og sýmat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.

Útsaumur

Viðfangefni: Ýmis munstur, spor, yfirfærsla mynstra og texta, frágangur verkefna og meðhöndlun ýmissa efna.
Þrep: 2
Einingafjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur nýjar sem og gamlar grunnaðferðir í útsaum. Þeir læra og útfæra spor í frjálsum útsaum, kynnast mismun á efnum sem notuð eru í útsaum eins og t.d. misgrófum java þegar verið er að telja út. Einnig læra þeir að þekkja mun á náttúrulegum efnum og gerviefnum og geta gert grein fyrir kosti þeirra og göllum. Kenndur er munur á mismunandi útsaumsgarni og hvað hentar að nota í hin ýmsu efni sem verið er að vinna með. Nemendur læra að yfirfæra munstur, teikningar og texta yfir á efni og kynnast tækjum og tólum sem unnið er með. Nemendur læra einnig nöfn á þeim hjálpartækjum sem unnið er með í útsaum. Nemendur vinna ýmis stykki stór og smá. Mikil áhersla er lögð á vandaðan og snyrtilegan frágang verka. Nemendur fá verklýsingar og velja sér einnig munstur og texta sjálfir. Nemendur eiga að öðlast sjálfstæði og öryggi í vinnubrögðum og geta útfært útsaum til frekari verka, hvort sem er við að telja út eða í frjálsan útsaum.

Námsmat:
Leiðsagnar og sýmat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.

Næringarfræði

Námsgrein: Næringarfræði
Viðfangsefni: Næring, heilbrigt líferni og forvarnir
Þrep: 1
Einingafjöldi: 1
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á næringarefnum og gildi þeirra fyrir líkamann og almenna heilsu. Nemendur læra um ráðlagða dagskammta, manneldismarkmið, velja holl matvæli og velja matreiðsluaðferðir þannig að næringin spillist sem minnst.
Nemendum er kennt hversu mikilvægt sé að velja rétt í sambandi við næringu og skilja á milli auglýsinga á allslags efnum og því sem æskilegra væri að neyta. Temja sér gagnrýna hugsun. Nemendur fá fræðslu um almenna hollustuhætti, heilbrigt líferni og forvarnir um vímuefni. Farið er í samspil góðrar næringar, hreyfingu og nægrar hvíldar. Nemendur læra að reikna út næringargildi matvæla og öðlast skilning á mikilvægi næringar í hvaða formi sem hún er fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Lögð er áhersla á mismunandi næringarþörf eftir aldri, hreyfingu, starfi og heilsu.
Markmiðið er að auka þekkingu nemenda á hollu og góðu fæði sem uppfyllir allar þarfir líkamans og eykur lífsgæði. Samspil góðrar næringar og heilbrigðs lífs án vímuefna, þátttöku í félagslífi og samfélaginu.

Námsmat:
Leiðsagnarmat, símat og próf. Námsmat er í höndum kennara í viðkomandi áfanga ásamt skriflegu prófi. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.

Vörufræði

Námsgrein: Vörufræði
Viðfangsefni: Uppruni matvæla og framleiðsluferli
Þrep: 2
Einingafjöldi: 1
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um matvörur, uppruna þeirra, vinnslu og framleiðsluferli.
Nemendum kynntar gamlar geymsluaðferðir, vinnsla matvæla saga þeirra og þróun gegnum tíðina, breytingar á vinnslu þeirra samfara aukinni þekkingu varðandi næringu þar sem alltaf er eitthvað nýtt að koma fram. Nemendur læra að lesa út úr upplýsingum á pakkningum, til dæmis varðandi næringargildi og síðasta söludag og síðasta neysludag, vega og meta þessar upplýsingar. Þeir læra um mikilvægi þess að geymsla matvæla sé við rétt skilyrði. Þannig geta nemendur sparað sér mikil fjárútlát. Einnig er kennt hvað það er sem veldur helst matarsýkingum og hvað ber að varast.Nemendur læra um E númerakerfið og hvar upplýsingar er að fá um það ásamtþví að læra um Gameskerfið þannig að það nýtist þeim í matreiðsluáföngunum og ræstingu. Nemendur læra gömul hugtök og nöfn á matvælum sem eykur orðaforða þeirra
Nemendum er gerð grein fyrir að nám í þessum áfanga getur skipt sköpum fyrir heilsu þeirra og vellíðan t.d í sambandi við geymslu matvæla, hreinlæti ásamt upplýsingum á pakkningum.

Námsmat:
Leiðsagnarmat og skriflegt próf. Námsmat er í höndum kennara í viðkomandi áfanga. Kennari leggur fram námsáætlun í upphafi annar og framfylgir reglum um námsmat samkvæmt skólanámsskrá skólans.

Þvottur og ræsting

Titill: Þvottur og ræsting fyrir hússtjórnarfræðslu
Viðfangsefni: Þrif, persónuleg þrif, þvottaaðferðir og meðferð á allslags líni og fatnaði, notkun umhverfisvænna efna og hreinlætisáætlanir
Þrep: 1
Einingafjöldi: 2
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Áfanginn er í senn verklegur og bóklegur þar sem verklegi þátturinn er stærri. Nemandi lærir að vinna eftir skriflegum áætlunum og öðlast þar verkfærni, sjálfstæði og gagnrýna skoðun. Í áfanganum er lögð áhersla á öll almenn þrif hvort sem er í heimahúsum eða á vinnustað. Farið er inn á örverufræði og nemendum gerð grein fyrir mikilvægi þess að hreinlæti skipti höfuðmáli í meðhöndlun matvæla, bæði hvað varðar umhverfið og persónulegt hreinlæti. Áhersla er lögð á notkun vistvænna hreinsiefna sem nemendur vinna með. Nemendur öðlast færni og þekkingu í meðferð hreinsiefna á heimilum og á vinnustað hvort sem unnið er með algeng ræstiefni eða sótthreinsunarefni og virkni þeirra með tilliti til umhverfisverndar. Einnig er kenndur þvottur, meðferð á fatnaði og heimilisþvotti, frágangi, strauning, pressun, ásamt því að lesa úr þvottamerkingum. Nemendur öðlast leikni og getu til að sjá um sinn eigin fatnað og lín.
Fjallað er um meðferð húsgagna , ræstingu og meðhöndlun hreinsi- og viðhaldsefna til að varðveita gæði þeirra og eiginleika. Einnig fá þeir kennslu í þrifum á heimilistækjum og meðferð þeirra, mikilvægi þess er varðar örverugróður sem þar getur leynst. Fjallað er um Gámeskerfið varðandi ræstingu, viðhald, hreinlæti og áætlanagerð. Nemendur eiga að hafa öðlast þekkingu og leikni til að fylgja hreinlætisáætlunum og skilji mikilvægi þeirra.

Námsmat:
Leiðsagnarmat, símat og sjálfsmat, verklegt próf. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat og próf skólanámsskrá skólans.

Matreiðsla I og 2 er kennd samsíða

Titill: Matreiðsla 1
Viðfangsefni: Matreiðsla, hráefni, hreinlæti, áhaldafræði, manneldismarkmið og borðsiðir
Þrep: 1
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur að matreiða og meðhöndla ýmis hráefni, þar sem áhersla er lögð á manneldismarkmið, næringu og hreinlæti. Matreitt er úr kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum og kornmeti ásamt mjólkurvörum. Lögð er áhersla á að matreitt sé úr fersku hráefni og grófu korni. Nemendur læra að nýta það sem vex í náttúru landsins eins og ber og sveppi. Kenndar eru grunnaðferðir í matreiðslu eins og steikja, sjóða og baka. Kennt er að nýta og fara vel með matvæli. Kennd er meðferð áhalda og tækja, nöfn þeirra ásamt því að kenna hvaða mælieiningar eru notaðar við matargerð. Nemendum er kennt hvaða hættur geta leynst í eldhúsi eins og t.d. heitar hellur, sjóðandi feiti o.fl. Hreinlætisfræði er varðar eldhús og meðhöndlun matvæla er kennd og mikilvægi þess að varast matarsýkingar og smit. Kenndur er frágangur í eldhúsi og ræsting á því. Persónulegt hreinlæti í eldhúsi og klæðnaður er mikilvægur og tekið er á því. Nemendur læra að leggja á borð ásamt því að kenndir eru borðsiðir. Kennt er að skipuleggja vinnu sína í eldhúsi og starfa saman við úrlausn verkefna. Nemendum læra einnig að vinna sjálfstætt og öðlast þar með aukið öryggi.

Matreiðsla II
Titill: Matreiðsla 11
Viðfangsefni: Matreiðsla, hátíðar- og veislumatseld, framreiðsla, mótaka gesta, skipulag og hreinlæti
Þrep: 2
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: MATR 1

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur flóknari matargerð bæði til hátíðabrigða og daglegra nota. Þá læra þeir að meðhöndla áhöld og tæki sem nota þarf í flóknari matargerð. Kennt er skipulag og samvinna ásamt því að nemendur fái að vinna einir og sjálfstætt. Lögð er áhersla á fjölbreytta matargerð og hráefni. Lögð er áhersla á næringargildi og varðveislu næringarefna.
Nemendur kynnast hefðum, venjum í matargerð ásamt framandi mat og matreiðslu. Aðaláhersla áfangans er á að nemendur nái að þroskast, verði öruggari og sjálfstæðir í matreiðslu. Geti matreitt flóknar uppskriftir, áætla magn hráefnis eftir fjölda heimilisfólks eða gesta og séð um innkaup. Læra að fylgja vinnuskipulagi og gæta hreinlætis í meðferð matvæla og í matargerð. Nemendur þurfa að tileinka sér snyrtimennsku bæði við matreiðslu og framreiðslu matvæla. Nemendur læra að setja upp veisluborð og taka á móti gestum. Áhersla er lögð á tillitsemi, samvinnu og góðan frágang einnig er haldið áfram að kenna borðsiði. Nemendur eru hvattir til að afla sér frekari hugmynda og uppskrifta á veraldarvefnum.

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.

Prjón

Námsgrein: Prjón
Viðfangsefni: Grunnaðferðir, flóknari tækni, útprjón, prjón á flíkum og frágangur
Þrep:2
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Nemendur læra undirstöðu og flóknari aðferðir við prjón, þjálfast í að lesa og skilja einfaldar og flóknar uppskriftir. Kenndar eru helstu aðferðir við prjón eins og að fitja upp, slétt og brugðið, gataprjón, garðaprjón og kaðlaprjón.Kennt er að prjóna á fimmprjóna og hringprjón. Nemendur læra fjölbreyttar aðferðir við úrtöku og útaukningar ásamt því að teikna eigin munstur og reikna það út. Kennd eru stærðarhlutföll eftir því hvaða garn og prjónastærðir eru notaðar og hvernig prjónfesta hefur áhrif á stærð flíkur. Kennd eru fagorð og orðtök sem notuð eru við prjón. Nemendur læra að velja sér uppskriftir eftir getu sem síðan er byggt ofan á.
Nemendur öðlist færni og getu til að prjóna flíkur og aðra nytjahluti. Kenndur er frágangur á öllu því sem nemendur prjóna. Íslenska ullin er í hávegum höfð við skólann, nemendur fá fræðslu um hana og fara í kynnisferð í ullarverksmiðju Ístex.

Námsmat:
Leiðsagnarmat, símat ásamt mati prófdómara. Öll verkefni eru lögð fyrir prófdómara sem metur vinnu nemenda og frágang. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga.Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.

Hekl

Námsgrein: Hekl
Viðfangsefni: Einfalt og flókið hekl, einfaldir og tvöfaldir stuðlar, fastapinnar og loftlykkjur.
Þrep: 2
Einingafjöldi: 2
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Áhersla er lögð á að nemendur læri undirstöðuaðferðir í hekli sem þeir byggja síðan ofan á. Nemendur læra að lesa uppskriftir og munstur ásamt því að skilja orð, hugtök, og skammstafanir og geta unnið eftir þeim. Fjallað er um garntegundir, stærð heklunála varðandi stærð á máli og hvort heklað er laust eða fast. Nemendur hekla ýmsa nytjahluti og kenndur er vandaður frágangur.
Aðalmarkmið áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt hafi og skilning á hekli, uppskriftum og vönduðum vinnubrögðum. Geti nýtt sér námið til áframhaldandi leikni og þróunar í færni við að hekla flíkur og aðra nytjahluti:

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.

Vefnaður

Námsgrein: Vefnaður
Viðfangsefni: Vefstóll, vefnaður, vefnaðaraðferðir, grunnbindingar, rakgrind og áhöld
Þrep: 2
Einingafjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í vefnaði læra nemendur og kynnast ýmsum vefnaðargerðum ásamt því að farið er yfir heiti á helstu hlutum vefstóls og þeim áhöldum sem notuð eru í vefnaði. Farið er yfir og kennd handtök og aðferðir sem notaðar eru við að rekja og setja upp í vefstól. Nemendur læra að rekja slöngu, draga í haföld og skeið samt því að hnýta fram undir leiðsögn kennara. Nemendur læra að þekkja ýmsar vefnaðagerðir eins og vaðmál, einskeftu, salún og rósaband. Einnig er nemendum kennt að lesa uppskriftir, þekkja þráðafjölda í uppistöðu og ívafi. Textílfræði er fléttuð inn í námið og nýtist þegar valin eru verkefni sem vefa á, hvaða garn hentar í uppistöðu og ívaf í þau stykki.
Farið er yfir sögu vefstólsins gegn um tíðina og sögulegt gildi hans. Nemendur fá undirstöðu þekkingu í vefnaði þannig að áhugi þeirra sé vakin til frekari menntunar og tækifæra sem vefstóll hefur varðandi sköpunar á nytjahlutum og listrænum stykkjum. Nemendur kynnast hvernig hægt er að endurvinna efni til vefnaðar. Kennd eru vönduð og nákvæm vinnubrögð ásamt faglegum og vönduðum frágangi. Öllum vefnað sem nemendur hafa unnið er skilað til próf,

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.