Matreiðsla 1 og 2 er kennd samsíða

Titill: Matreiðsla 1
Viðfangsefni: Matreiðsla, hráefni, hreinlæti, áhaldafræði, manneldismarkmið og borðsiðir
Þrep: 1
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur að matreiða og meðhöndla ýmis hráefni, þar sem áhersla er lögð á manneldismarkmið, næringu og hreinlæti. Matreitt er úr kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum og kornmeti ásamt mjólkurvörum. Lögð er áhersla á að matreitt sé úr fersku hráefni og grófu korni. Nemendur læra að nýta það sem vex í náttúru landsins eins og ber og sveppi. Kenndar eru grunnaðferðir í matreiðslu eins og steikja, sjóða og baka. Kennt er að nýta og fara vel með matvæli. Kennd er meðferð áhalda og tækja, nöfn þeirra ásamt því að kenna hvaða mælieiningar eru notaðar við matargerð. Nemendum er kennt hvaða hættur geta leynst í eldhúsi eins og t.d. heitar hellur, sjóðandi feiti o.fl. Hreinlætisfræði er varðar eldhús og meðhöndlun matvæla er kennd og mikilvægi þess að varast matarsýkingar og smit. Kenndur er frágangur í eldhúsi og ræsting á því. Persónulegt hreinlæti í eldhúsi og klæðnaður er mikilvægur og tekið er á því. Nemendur læra að leggja á borð ásamt því að kenndir eru borðsiðir. Kennt er að skipuleggja vinnu sína í eldhúsi og starfa saman við úrlausn verkefna. Nemendum læra einnig að vinna sjálfstætt og öðlast þar með aukið öryggi.

Matreiðsla II

Titill: Matreiðsla 11
Viðfangsefni: Matreiðsla, hátíðar- og veislumatseld, framreiðsla, mótaka gesta, skipulag og hreinlæti
Þrep: 2
Einingarfjöldi: 3
Undanfari: MATR 1

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur flóknari matargerð bæði til hátíðabrigða og daglegra nota. Þá læra þeir að meðhöndla áhöld og tæki sem nota þarf í flóknari matargerð. Kennt er skipulag og samvinna ásamt því að nemendur fái að vinna einir og sjálfstætt. Lögð er áhersla á fjölbreytta matargerð og hráefni. Lögð er áhersla á næringargildi og varðveislu næringarefna.
Nemendur kynnast hefðum, venjum í matargerð ásamt framandi mat og matreiðslu. Aðaláhersla áfangans er á að nemendur nái að þroskast, verði öruggari og sjálfstæðir í matreiðslu. Geti matreitt flóknar uppskriftir, áætla magn hráefnis eftir fjölda heimilisfólks eða gesta og séð um innkaup. Læra að fylgja vinnuskipulagi og gæta hreinlætis í meðferð matvæla og í matargerð. Nemendur þurfa að tileinka sér snyrtimennsku bæði við matreiðslu og framreiðslu matvæla. Nemendur læra að setja upp veisluborð og taka á móti gestum. Áhersla er lögð á tillitsemi, samvinnu og góðan frágang einnig er haldið áfram að kenna borðsiði. Nemendur eru hvattir til að afla sér frekari hugmynda og uppskrifta á veraldarvefnum.

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.