Um skólann

 

framhlidStefna skólans er að kenna nemendum hefðbundna matargerð sem nýtist þeim í daglegu lífi sem og að kynna þeim gamlar matreiðsluaðferðir og matarhefð. Nemendur kynnist nýjungum í matargerð ásamt því að læra um framandi rétti og vörur sem notaðar eru í erlendri matargerð.
Stefna skólans í handmenntagreinum er að nemendur geti nýtt sér og aukið þekkingu sína við saum, prjón, hekl og vefnað og búið til flíkur og aðra nytsamlega hluti sér og öðrum til ánægju og gleði.

Stefnt er að því að skólinn haldi áfram að kenna ungu fólki þær greinar sem kenndar eru í hússtjórnarskólum og mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi.
Skólinn haldi áfram að eflast, verði áfram vel kynntur og öðlist fastann sess í menntakerfinu.
Starfsemi skólans er í gömlu húsi og því er ekki aðstaða fyrir fatlaða nemendur (engin lyfta).

Stefnumið skólans

Skólinn er lítill, nemendur eru fáir og ef þess er þörf fá þeir einstaklings kennslu og aðstoð án þess að það komi niður á öðrum nemendum.
Að kennarar miðli þekkingu sinni til nemenda, hver á sínu sér sviði.
Að nemendur læri að nýta auðlindir lands og sjávar og umgengni við landið.
Skólinn nýti sér það að vera staðsettur í miðri höfuðborg landsinns og nemendur fái leiðsögn um borgina og sögu hennar.

Markmið skólans
  • Veita nemendum menntun sem mun nýtast þeim í daglegu lífi.
  • Veita nemendum upplýsingar um framhaldsnám.
  • Að námið undirbúi nemendur undir störf í greinum tengdu námi þeirra.
  • Markmið skólans er að nemendur og kennarar séu glaðir og sáttir við starf sitt og nám.
  • Nemendur læri vandvirkni, sjálfstraust þeirra og frumkvæði aukist, og að nemendur læri að vera glaðir og sáttir við lífið og tilveruna.
  • Að markmið náist bæði hvað varðar 85% skólasókn og verkefnaskil.
Áhersluatriði í starfi skólans.
  • Auka sjálfstraust nemenda hvort sem er við nám í skólanum eða út í hinu daglega lífi.
  • Auka víðsýni nemenda og samkennd með öðrum.
  • Efla frumkvæði nemenda og nemendur læri tilitsemi gagnvart öðrum.
  • Einelti er ekki liðið í skólanum.
  • Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun, heiðarleika og vönduð vinnubrögð.
  • Lögð er áhersla á mætingu þ.e. mæta á réttum tíma hvort sem er í kennslustund eða til annarra starfa.
  • Lögð er áhersla á notkun umhverfisvænna hreinsiefna.
  • Lög er áhersla á að flokka rusl og nýta heimilisúrgang og nota húsmuni og annað þótt hlutirnir séu ekki nýir.

Skólinn er smár eingöngu 24 nemendur, 15 geta verið á heimavist,
þannig að frekar þröngt er setið og taka verður tillit til annarra og bera virðingu fyrir skoðunum og eigum þeirra.
Nemendur ræða sjálfsmat við kennara og einnig við skólameistara ef þeir eru ekki sáttir við árangur og niðurstöðu.

Skólinn er rekinn sem sjálfseignarstofnun og stefnt er að því að hann hljóti viðurkenningu sem einkaskóli. Menntamálaráðuneytið styrkir rekstur skólans samkvæmt sérstökum samningi sem undirritað var sumarið 1998. Skólinn aflar einnig sértekna með útleigu húsnæðis til námskeiðahalds og útleigu á heimavist yfir sumartímann í samvinnu við Háskóla Íslands.

Bakhjarl skólans er Bandalag kvenna í Reykjavík.

Bandalag kvenna í Reykjavík skipar skólanefnd skólans sem jafnframt er stjórn hans.
Skólanefnd kýs formann og ritara.

Skólanefnd hittist einu sinni í mánuði yfir skólaárið og skilgreinir verkefni sín og ábyrgð í samræmi við 7. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og reglugerð um skólanefndir við framhaldsskóla nr. 132/1997 eftir því sem við á um sjálfseignarstofnun.

 

Hér má heyra skemmtilega umfjöllun um skólann, í þættinum Á flakki með Lísu Páls.

 

 

Skólinn stofnaður
1942
Fjöldi nemenda á önn
24
Fjöldi kennara á önn
4
Fjöldi eininga á önn
26

Viltu frekari upplýsingar um skólann?