Stofnanasamningur Hússtjórnarskólans í Reykjavík og félaga í Kennarasambandi Íslands.

Stofnanasamningur
Hússtjórnarskólans í Reykjavík
og
félaga í Kennarasambandi Íslands.

Inngangur

Stofnanasamningur þessi er gerður samkvæmt samkomulagi milli sjálfseignarstofnunarinnar
Hússtjórnarskólans í Reykjavík annars vegar og Kennarasambands Íslands hins vegar og er
hluti af kjarasamningi KÍ frá 18.mars 2005. Stofnanasamningurinn byggir á 11.kafla
kjarasamningsins. Viðræður um stofnanasamning fara fram undir þagnarskyldu.

Gildissvið

Samningur þessi gildir fyrir alla félagsmenn í Kennarasambandi Íslands innan
Hússtjórnarskólans í Reykjavík.

Markmið

Markmið stofnanasamnings er að auka gæði þjónustunnar með því að efla samstarf
starfsmanna og stjórnenda á vinnustað. Stofnanasamningur á ekki aðeins um ákvörðun
launa heldur er hann einnig tæki til að stuðla að jákvæðri þróun og breytingum í starfi
stofnunarinnar. Markmið breytinganna er að þær stuðli að gagnkvæmum ávinningi
samningsaðila eins og betra skólastarfi og að efla kennara í starfi.
Almenn markmið samningsaðila eru eftirfarandi:

-Að efla innra starf í skólanum og bæta nám og kennslu.
-Að styðja við framsækna starfsmannastefnu með sveigjanlegu launakerfi.
-Að gera launakerfið hlutlægt og gagnsætt, en um leið gefa möguleika á að meta
persónubundna eiginleika á grundvelli fyrirfram skilgreindra viðmiða.
-Að gera mögulegt að umbuna starfsmönnum fyrir góðan árangur í starfi með sívirku
frammistöðumati.
-Að stuðla að markvissri þróun kennara og stjórnenda í starfi.

Röðun starfa í launaflokka

Leiðbeinandi (kennari án kennsluréttinda á framhaldsskólastigi) raðast einum launaflokki
neðar en ella.  Byrjandi með fagpróf, réttindapróf á framhaldsskólastigi og kennsluréttindi á
framhaldsskólastigi: grunnraðast í launaflokk 03
 Byrjandi með meistaraiðnréttindi á framhaldsskólastigi eða BA/BS háskólapróf eða
sambærilegt og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi: grunnraðast í launaflokk 04
 Byrjandi með MA/MS háskólapróf eða sambærilegt og kennsluréttindi á
framhaldsskólastigi: grunnraðast í launaflokk 05
 Byrjandi með doktorsgráðu og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi:
grunnraðast í launaflokk 06

Viðbótarröðun vegna kennslureynslu:

-Eftir 2 ára kennslureynslu + 1 launaflokkur
-Eftir 5 ára kennslureynslu + 1 launaflokkur
-Eftir 8 ára kennslureynslu + 1 launaflokkur
-Eftir 12 ára kennslureynslu + 1 launaflokkur

Kennslureynsla úr framhaldsskólum og háskólum er metin að fullu og kennslureynsla úr
grunnskóla er metin upp að því marki sem hún nýtist í framhaldsskólakennslu.

Persónu- og tímabundnir þættir

Álag eftir láréttum ás (þrep):

Viðbótarröðun vegna kennslureynslu innan stofnunar HSR:
-Eftir 4 ára kennslureynslu + 1 þrep
-Eftir 7 ára kennslureynslu + 1 þrep
-Eftir 10 ára kennslureynslu + 1 þrep
-Eftir 15 ára kennslureynslu + 1 þrep

Viðbótarmenntun eftir iðnmeistararéttindi + 1 þrep
Iðnmeistari sem bætir við sig BA/BS háskólaprófi eða sambærilegu sem nýtist í starfi
þó ekki Uppeldis- og kennslufræðinám til kennsluréttinda.

Viðbótarmenntun eftir BA/BS + 1 þrep
BA/BS 240 ECTS-ein. próf og 60 ECTS-ein. viðbótar/diploma sem nýtist í starfi þó ekki
Uppeldis- og kennslufræðinám til kennsluréttinda.

Endurmenntun + 1 þrep
Endurmenntunarnámskeið metast til hækkunar launa um 1 þrep önnina eftir að
námskeiði lýkur. Lágmarks tímafjöldi námskeiðs eru 15 kest. Fari lengd námskeiða yfir
30 kest. Gildir hækkunin í tvær annir.
Gengið er út frá því að endurmenntunin nýtist í starfi og sé haldin af viðurkenndum
aðilum s.s. Endurmenntunarstofnun HÍ og fagfélögum. Námskeið á vegum HSR teljast
ekki hér með.

Hlutverk samstarfsnefndar

Nefndin annast gerð, endurskoðun og breytingar á stofnanasamningi sbr. gr. 11.3 í
aðalkjarasamningi. Nefndin skal raða öllum störfum félagsmanna KÍ í HSR til launa
samvkæmt fyrirliggjandi starfslýsingum og ákvarða hvaða þætti og/eða forsendur ráði mati á
persónu- og tímabundnum þáttum til launa.
Nefndin raðar starfi að nýju ef veigamiklar breytingar verða gerðar á starfslýsingu þess eða ef
breytingar verða á skipuriti skólans eða á öðru formlegu starfsskipulagi innan hans.
Nefndin fjallar um ágreiningsmál sem upp kunn að koma vegna framkvæmdar samningsins
sbr. gr. 11.4.3.2 í aðalkjarasamningi. Samstarfsnefnd skal funda svo fljótt sem auðið er eftir
að erindi berst henni, eigi síðar en tveimur vikum eftir að erindi berst. Náist ekki samkomulag
í samstarfsnefnd skal vísa ágreiningsefnum til sáttanefndar sbr. gr. 11.5 í aðalkjarasamningi.
Komi í ljós gallar á samningnum sem aðilar eru sammála um að þarfnist leiðréttingar, verða
þeir lagfærðir í samstarfsnefnd.

Gildistími og endurskoðun

Stofnanasamningur þessi gildir frá 1. Apríl 2018. Stofnanasamningurinn skal endurskoðaður
af samstarfsnefnd fyrir 1.maí ár hvert en samninginn skal einnig endurskoða hverju sinni
þegar nýr miðlægur samningur er gerður.
Reykjavík 1.apríl 2018

Fh. Stjórnenda í HSR                                                                         Fh. kennara í HSR

Margrét D Sigfúsdóttir                                                                            Edda Guðmundsdóttir
Skólameistari                                                                                            Framhaldsskólakennari

Ástríður H Thoroddsen                                                                          Guðrún Sigurgeirsdóttir
Formaður skólanefndar                                                                         Framhaldsskólakennari

Dagmar Elín Sigurðardóttir                                                                  Katrín Jóhannesdóttir
Skólanefndarfulltrúi                                                                               Framhalsskólakennari