Vörufræði
Námsgrein: Vörufræði
Viðfangsefni: Uppruni matvæla og framleiðsluferli
Þrep: 2
Einingafjöldi: 1
Undanfari: Enginn
Áfangalýsing:
Í áfanganum er fjallað um matvörur, uppruna þeirra, vinnslu og framleiðsluferli.
Nemendum kynntar gamlar geymsluaðferðir, vinnsla matvæla saga þeirra og þróun gegnum tíðina, breytingar á vinnslu þeirra samfara aukinni þekkingu varðandi næringu þar sem alltaf er eitthvað nýtt að koma fram. Nemendur læra að lesa út úr upplýsingum á pakkningum, til dæmis varðandi næringargildi og síðasta söludag og síðasta neysludag, vega og meta þessar upplýsingar. Þeir læra um mikilvægi þess að geymsla matvæla sé við rétt skilyrði. Þannig geta nemendur sparað sér mikil fjárútlát. Einnig er kennt hvað það er sem veldur helst matarsýkingum og hvað ber að varast.Nemendur læra um E númerakerfið og hvar upplýsingar er að fá um það ásamtþví að læra um Gameskerfið þannig að það nýtist þeim í matreiðsluáföngunum og ræstingu. Nemendur læra gömul hugtök og nöfn á matvælum sem eykur orðaforða þeirra
Nemendum er gerð grein fyrir að nám í þessum áfanga getur skipt sköpum fyrir heilsu þeirra og vellíðan t.d í sambandi við geymslu matvæla, hreinlæti ásamt upplýsingum á pakkningum.
Námsmat:
Leiðsagnarmat og skriflegt próf. Námsmat er í höndum kennara í viðkomandi áfanga. Kennari leggur fram námsáætlun í upphafi annar og framfylgir reglum um námsmat samkvæmt skólanámsskrá skólans.