Vefnaður

Námsgrein: Vefnaður
Viðfangsefni: Vefstóll, vefnaður, vefnaðaraðferðir, grunnbindingar, rakgrind og áhöld
Þrep: 2
Einingafjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í vefnaði læra nemendur og kynnast ýmsum vefnaðargerðum ásamt því að farið er yfir heiti á helstu hlutum vefstóls og þeim áhöldum sem notuð eru í vefnaði. Farið er yfir og kennd handtök og aðferðir sem notaðar eru við að rekja og setja upp í vefstól. Nemendur læra að rekja slöngu, draga í haföld og skeið samt því að hnýta fram undir leiðsögn kennara. Nemendur læra að þekkja ýmsar vefnaðagerðir eins og vaðmál, einskeftu, salún og rósaband. Einnig er nemendum kennt að lesa uppskriftir, þekkja þráðafjölda í uppistöðu og ívafi. Textílfræði er fléttuð inn í námið og nýtist þegar valin eru verkefni sem vefa á, hvaða garn hentar í uppistöðu og ívaf í þau stykki.
Farið er yfir sögu vefstólsins gegn um tíðina og sögulegt gildi hans. Nemendur fá undirstöðu þekkingu í vefnaði þannig að áhugi þeirra sé vakin til frekari menntunar og tækifæra sem vefstóll hefur varðandi sköpunar á nytjahlutum og listrænum stykkjum. Nemendur kynnast hvernig hægt er að endurvinna efni til vefnaðar. Kennd eru vönduð og nákvæm vinnubrögð ásamt faglegum og vönduðum frágangi. Öllum vefnað sem nemendur hafa unnið er skilað til próf,

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.