Námskeið – HÚFA MEÐ EYRUM

@knittingbyidamaria

  • HÚFA MEÐ EYRUM
    – ungbarnahúfa-
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Kennari: Ida María

Hvenær: Þriðjudaginn 6. des og fimmtudaginn 8. des. Kl. 18.00-21.00

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja:
Allir velkomnir – hentar vel fyrir byrjendur.

Taka með:
– Hringprjónar nr. 3 stuttir (eða langir fyrir magic loop) og sokkaprjónar nr. 2

– Garn með prjónfestu 24 L = 10 cm

– Prjónamerki 10 stk.

– Ullarnál og lítil skæri

Garn hugmyndir:

1 dokka Knitting For Olive merino + 1 dokka Knitting For Olive soft silk mohair.

EÐA

1 dokka Filkolana arwetta classic + 1 dokka Filkolana tilia.

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu verður prjónuð ungbarnahúfa með eyrum eftir Idu Maríu. Uppskriftin er í tveimur stærðum 0-6 mánaða og 6-12 mánaða. Húfan er svo prjónuð neðan frá með sléttu prjóni. Eyrun eru prjónuð eftir á og saumuð á í lokin.

Nemendur læra að fitja upp, prjóna i-cord snúru, auka út og taka saman, prjóna slétt og brugðið.

Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar milli þess sem lykkjur eru prjónaðar. Njótum prjónaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á notalegum desemberkvöldum.

Verð:  14.500 kr.

Ida María Brynjarsdóttir

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Ég heiti Ida María og er 25 ára tveggja barna móðir. Ég hef prjónað síðan ég man eftir mér og frá því að ég byrjaði hef ég verið mjög mikið í búa til mínar eigin uppskriftir.

Ég stundaði nám við Design og håndarbejdsskolen í Skals í Danmörku árið 2017-2018 þar sem að ég lærði mjög mikið, til dæmis: prjón, vélprjón, hekl, vefnað, bróderí, fatasaum, leðurvinnu, silfursmíði og keramik.

Hér má skrá sig á námskeiðið.

    Velja námskeið: