Barna- og unglinganámskeið haust 2024 / vor 2025

Ertu 6-15 ára?
Viltu koma á námskeið í Húsó að læra meðal annars að hekla, sauma, elda og baka?

Í vetur verða haldin fjögur slík námskeið.

Hvenær: 
Mánudagar kl. 17-19:                   Miðstig (5.-7. bekkur)
Þriðjudagar kl. 16-18:                   Yngsta stig (1.-4. bekkur)
Þriðjudagar kl. 18:30-21:             Unglingastig (8.-10. bekkur)
Miðvikudagar kl. 17-19:               Miðstig (5.-7. bekkur)

Nemendur í 5.-7. bekk geta valið um tvö alveg eins námskeið, annað hvort á mánudögum eða á miðvikudögum.

Námskeiðin hefjast 9., 10. og 11. september. Síðustu kennsludagar þriðjudags- og miðvikudagshópanna fyrir jólafrí verða 3. og 4. desember.
Vetrarfrí verður hjá mánudagshópnum 21. október og síðasti kennsludagur mánudagshópsins fyrir jólafrí verður 9. desember.

Opið hús verður hjá nemendum Hússtjórnarskólans í Reykjavík laugardaginn 7. desember kl. 13:30-17. Nemendur barna- og unglinganámskeiðinna munu einnig sýna afrakstur sinn á því.

Áhersla verður lögð á:
Yngsta stig: Matreiðslu, ræstingu, útsaum, bangsagerð, fatalitun, dúskagerð, perlugerð og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Miðstig: Matreiðslu, ræstingu, útsaum, hekl og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Unglingastig: Matreiðslu, ræstingu, útsaum, fatasaum, hekl og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.

Nemendur læra meðal annars:

  • Helstu undirstöður hekls líkt og loftlykkjur, fastapinna og stuðla. Nemendur læra bæði að fylgja uppskriftum og skapa sjálf eftir eigin hæfni. Nemendur hekla m.a. dýr og klæðnað á sig sjálf.
  • Helstu undirstöður í matreiðslu, bæði eldamennsku og bakstri. Nemendur læra að fylgja uppskriftum.
  • Helstu undirstöður í þvotti, ræstingu og framreiðslu, líkt og að leggja á borð, setja í vélar, flokka þvott, blettahreinsa og ganga frá eftir sig.
  • Helstu undirstöður í fatasaumi, lesa í uppskriftir, taka upp einföld snið, útfæra þau eftir eigin hugmyndum og laga eða breyta eftir þeim. Unnið er með einföld snið og verkefni. Nemendur gera flíkur með mismunandi saumatækni ásamt því að sýna vönduð vinnubrögð og sjálfstæði.
  • Helstu undirstöður í útsaumi, nýjar sem og gamlar grunnaðferðir í útsaum. Þeir læra og útfæra spor í frjálsum útsaum, kynnast mismun á efnum sem notuð eru í útsaum. Nemendur læra einnig nöfn á þeim hjálpartækjum sem unnið er með í útsaum. Mikil áhersla er lögð á vandaðan og snyrtilegan frágang verka.

Ef einhver ofnæmi eða sérþarfir varðandi mat eru verða slíkar upplýsingar að fylgja umsókn svo við getum undirbúið matreiðslu með fyrirvara út frá því. Einnig ef einhverjar greiningar eru sem gott er fyrir okkur að vita af.

Hægt er að skrá sig á haustönn eða á vorönn eða bæði á haust- og vorönn. Námskeiðsgjald fyrir vorönn verður rukkað eftir áramót. Námskeiðin hefjast á ný um miðjan janúar 2025 og verða fram í byrjun maí.

Námskeiðsgjald haustannar 2024: 76.000 kr.
Námskeiðsgjald vorannar 2025: 88.000 kr.
Námskeiðsgjald ef nemandi er á báðum önnum: 150.000 kr.

Hægt er að fá að dreifa greiðslum.

Taka með:
Allt efni er innifalið og áhöld til staðar. Nauðsynlegt er að nemendur mæti með inniskó.

Leiðbeinendur: Ásdís Eva Guðnadóttir og Kristín Lára Torfadóttir

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Sjáumst í Húsó!

E.s. Við sendum inn umsókn til frístundasviðs Reykjavíkurborgar nú í haust til að námskeiðin okkar verði styrkhæf. Við vonum að umsóknin verði samþykkt og þá verður hægt að nota frístundakort Reykjavíkurborgar frá og með 1. janúar 2025.

Skráningarform: