Útsaumur

Útsaumur

Viðfangefni: Ýmis munstur, spor, yfirfærsla mynstra og texta, frágangur verkefna og meðhöndlun ýmissa efna.
Þrep: 2
Einingafjöldi: 3
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur nýjar sem og gamlar grunnaðferðir í útsaum. Þeir læra og útfæra spor í frjálsum útsaum, kynnast mismun á efnum sem notuð eru í útsaum eins og t.d. misgrófum java þegar verið er að telja út. Einnig læra þeir að þekkja mun á náttúrulegum efnum og gerviefnum og geta gert grein fyrir kosti þeirra og göllum. Kenndur er munur á mismunandi útsaumsgarni og hvað hentar að nota í hin ýmsu efni sem verið er að vinna með. Nemendur læra að yfirfæra munstur, teikningar og texta yfir á efni og kynnast tækjum og tólum sem unnið er með. Nemendur læra einnig nöfn á þeim hjálpartækjum sem unnið er með í útsaum. Nemendur vinna ýmis stykki stór og smá. Mikil áhersla er lögð á vandaðan og snyrtilegan frágang verka. Nemendur fá verklýsingar og velja sér einnig munstur og texta sjálfir. Nemendur eiga að öðlast sjálfstæði og öryggi í vinnubrögðum og geta útfært útsaum til frekari verka, hvort sem er við að telja út eða í frjálsan útsaum.

Námsmat:
Leiðsagnar og sýmat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámsskrá skólans.