Námskeið í taulitun.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Námskeið í taulitun.

Shibori- og sólarlitun

Kennari: Linda Húmdís Hafsteinsdóttir

Hvenær: 27. apríl kl. 17:30-21 og 28. apríl kl. 17:30-20.

Staðsetning:  Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja:  Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir.

Taka með:  Þátttakendur taki með sér svuntu á námskeiðið.

Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðslýsing:

Kenndar eru tvær aðferðir í að lita tau.

Í shibori litun læra þátttakendur að brjóta efnið á sérstakan hátt til að fá fram mynstur og efnisprufur litaðar.

Í sólarlitun er efnið mynstrað með þurrkuðum jurtum, ýmsum smáhlutum eða öðrum formum. Í textíllitina er blönduð svokölluð „mjólk“ til að framkalla mynstrið.

Einungis eru litaðar efnisprufur en auðvelt er að nota þessar litunaraðferðir heima til að lita t.d. flíkur eða stærri efnisbúta.

Verð: 16.500 kr.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *