Harðangur og klaustur haustið 2024

Leynast ólokin harðangursverkefni í þínum skápum?
Nú setjum við í gang tveggja kvölda harðangursnámskeið, þar sem markmiðið er að halda áfram við gamlar “ábyrjur” og að nemendur öðlist sjálfstæði til að klippa, sauma stólpa og vafninga, skáspor og dúfnaaugu svo eitthvað sé nefnt.  Nemendur mæta því með eigin verkefni og viðeigandi garn og fá leiðsögn við að halda verkinu áfram.
Kennari: Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann 
Tími: Fimmtudagarnir 24. október og 7. nóvember  kl. 18 – 20:30
Námskeiðið er alls 5 klst.
Taka með: Verkefnið sem vinna skal að á námskeiðinu og viðeigandi garn. Storkaskæri og jafnvel stækkunarlampa og/eða gleraugu fyrir þá sem notast við slíkt.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja: Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir. Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður uppá léttar kaffivetingar milli þess sem sporin verða tekin. Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans saman.

Verð: 15.500 kr.

    Skrá sig á námskeið hér fyrir neðan: