Námskeið – Prjónað á dönsku.

Prjónað á dönsku

 

Kennari: Rannveig Dóra Baldursdóttir @rannveigdora

Hvenær: Þriðjudaginn 31. jan og mánudaginn 6. feb Kl. 17.00-20.00

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja:
Allir velkomnir – hentar bæði byrjendur sem og lengra komna.

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu læra nemendur að fylgja prjónauppskrift á dönsku. Ég hef fengið Anne-Sophie Velling í lið með mér en hún gefur út uppskriftir undir nafninu Augustins.

Hægt verður að velja á milli fjögurra Augustins uppskrifta með mismunandi erfiðleikastigi, svo öll geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef nemendur eru með ósk um að prjóna aðra uppskrift frá Augustins er það velkomið.

Þær uppskriftir sem ég hef valið fyrir námskeiðið eru

  • Mini Augustins no 1 – gullfallegt ungbarnateppi, prjónað með munsturprjóni.
  • Augustins no 9 – falleg peysa með háu hálsmáli og fallegu smáatriði í bakið.
  • Augustins no 14 – falleg peysa prjónuð með munsturprjóni og gullfallegum smáatriðum.
  • Augustins no 26 – falleg alpahúfa með skemmtilegu smáatriði.

Taka með:
Nemendur koma sjálfir með garn og prjóna en fá valda uppskrift á 50% afslætti.

  • Mini augustins no 1: sokkaprjónar nr 4 mm ef ekki er notast við Magic Loop, hringprjónar 4mm (40 cm, 60 cm og 80 cm)
  • Augustins no 9: hringprjónar 4 mm + 5,5 mm +  6mm (40 cm, 60 cm og 80 cm)
  • Augustins no 14: hringprjónar 5,5 mm + 6 mm (40 cm, 60 cm og 80 cm)
  • Augustins no 26: hringprjónar 4mm + 4,5 mm (40cm og 60 cm)

Garnhugmyndir: fleiri koma þegar nær dregur námskeiði

  • Mini augustins no 1: prjónfesta 21 L á 10 cm á prjóna 4 mm
    • Uppgefið garn: No. 4 Merino / Gotland, G-uld (650m pr 100g)
  • Augustins no 9: prjónfesta 16 L x 22 umf á 10 cm á prjóna 6 mm
    • Uppgefið garn (prjónað með tveimur þráðum): 1. þráður: New Zealandsk Lammeuld, G-uld (450 m pr 100g) og 2. þráður: Soft Silk Mohair, Knitting For Olive (225 m pr 25g).
  • Augustins no 14: prjónfesta 16 L x 22 umf á 10 cm á prjóna 6 mm
    • Uppgefið garn (prjónað með þremur þráðum): 1. þráður: Merino, G-uld (210 m pr 50g) og 2. +3. þráður: Soft Silk Mohair, Knitting For Olive (225 m pr 25g).
  • Augustins no 26: prjónfesta 19 L x 23 umf á 10 cm á prjóna 4,5 mm
    • Uppgefið garn (prjónað með tveimur þráðum): 1. þráður: “Double Sunday”, Sandnes (108 m pr 50 g) og 2. þráður: “Tilia”, Filcolana (210 m pr 25 g).

Verð:  14.000 kr.

Skráningarform.

    Velja námskeið: