Harðangur og klaustur febrúar 2025

Nú setjum við í gang örnámskeið í harðangurssaumi þar sem saumaður er lítill púði á útsaumsskærin. Á einni kvöldstund verða saumaðir stólpar, vafningar, dúfnaaugu og skáspor.

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann
 
Tími: mánudagurinn 24. febrúar kl. 17 – 20:30
Námskeiðið er alls 3 1/2 klst.

Innifalið: Garn og efni í verkefnið, kaffi, te og með’ðí.

Taka með: Storkaskæri og jafnvel stækkunarlampa og/eða gleraugu fyrir þá sem notast við slíkt.

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja: Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir. Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður uppá léttar kaffivetingar milli þess sem sporin verða tekin. Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans saman.

Verð: 12.000 kr.