Námskeið – Fyrsta peysan

Fyrsta peysan

Kennari:  Hulda Soffía, textílkennari.

Hvenær:  Miðvikudagana 2., 9. og 16. nóvember kl. 17-20.

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Fyrir hverja: Tilvonandi og nýbakaðar mæður hvattar sérstaklega til að skrá sig.
Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir.

Taka með:

-Hringprjónar nr. 3, 80 cm langir (mæli með ChiaoGoo prjónunum).
-Prjónamerki.
-Garn með prjónfestu 26L á 10 cm.

Hugmyndir að garni: Gepard, wild and soft, Handprjón, Reykjavíkurvegi Lille Lerke, A4 Merci, Maro, Hlíðarfótur 11 Yaku, Litla prjónabúðin, Skeifunni

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Á námskeiðinu verður Líf jakkapeysa frá Ömmu Loppu prjónuð.
Peysan er prjónuð, fram og til baka, ofan frá og niður með útaukningu í berustykki.
Listarnir eru prjónaðir jafnóðum.

Nemendur læra að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, að auka út og taka sama, fella af, gera hnappagöt og festa tölur.

Nemendur fá senda peysuuppskriftina og þar kemur fram hversu mikið garn þarf að kaupa.

Við mælum með að byrja á að prjóna frekar minni stærð en stærri. Ef nemendur eru með ósk um að prjóna aðra peysu en gert er ráð fyrir er það velkomið. Nemendur koma þá sjálfir með prjónauppskrift.

Verð: 22.500 kr.

Skráningarform:

    Velja námskeið: