16.09.2023 birtist viðtal við Mörtu Maríu, skólameistara Hússtjórnarskólans i Reykjavík, þar sem hún gaf upp tvær góðar uppskriftir.
Húsó-uppskriftirnar opinberaðar í fyrsta sinn (mbl.is)
Asparssúpa
- 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð. (Soð sem er gert úr vatni og krafti er 1l vatn og 1 ½ msk kraftur).
- 50 g smjörlíki, smjör eða 0,4-0,5 dl olía
- 50 g hveiti
- 1 dós aspas, 400 g
- 150 ml rjómi
Aðferð:
- Hitið soð að suðu.
- Útbúið smjörbollu í öðrum potti.
- Bræðið smjörlíki og blandið hveiti saman við og hrærið vel í á meðan.
- Setjið smjörbolluna út í sjóðandi soðið og hrærið vel saman við soðið þar til sýður.
- Bætið aspassafanum saman við og blandið rjómanum saman við.
- Sjóðið súpuna rólega í 10 mínútur.
- Endið á að setja aspasinn út í.
- Hrærið varlega með sleif.
- Smakkið til og kryddið ef þarf.
Brauðbollur
- 50 g lint smjör eða brætt
- 1 ½ dl vatn eða mjólk
- ½ egg
- 2 ½ tsk. þurrger
- 1 tsk. sykur
- 200 g hveiti
- 50 g heilhveiti
- ½ tsk. salt
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
- Leysið gerið upp í volgu vatni eða volgri mjólk (37°C).
- Bætið egginu, smjörinu og þurrefnunum saman við. Hrærið deigið saman með sleif eða hnoðið í hrærivélaskál.
- Látið hefast í ½-1 klukkustund eftir aðstæðum.
- Hnoðið deigið á borði og mótið í bollur og látið á bökunarplötu með bökunarpappír.
- Best er að móta bollurnar með því að vera með tvær bollur sín í hvorri hönd og þrýsta þeim létt á borðið í hringlaga hreyfingum þar til þær verða fagurlega mótaðar.
- Látið bollurnar hefast í 10-15 mínútur eða setjið inn í kaldan ofn.
- Gott er að pensla brauðið með mjólk eða restinni af egginu.
- Bakið í miðjum ofni við 180°C í um það bil 10-12 mínútur þar til bollurnar eru orðnar fallega gullinbrúnar.