Námskeið – Þriggja daga húllsaumur

Þriggja daga húllsaumur – hin ýmsu afbrigði

– Undirfatapoki / hannyrðapoki –

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann.

Tími: Þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur, 9.-11. ágúst 2022. Kennt er frá kl. 9 til 16 með matar-og kaffihléum, matarkostnaður er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Taka með: Efni og útsaumsgarn í pokann og lítið aukastykki er innifalið. Gott er að hafa bróderískæri meðferðis, stækkunarlampa og gleraugu (ef þörf er á) og kjörið er að taka eigið árórugarn með til gamans, þrátt fyrir að nóg garn verði á staðnum.

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði við húllsaum og húllfald. Þessi aðferð er kjörin til að falda t.d. dúka og gardínur eða minni verk eins og poka – líkt og saumaðir verða á þessu námskeiði. Faldurinn er allur handgerður og má útfæra hann á ýmsa vegu. Við bætum við „lekum” og blúndubogum til skrauts og dustum rykið af fræhnútum, lykkjusporum og kontórsting við myndskreytingu.

Hægt er að dvelja á heimavist skólans á meðan á námskeiðinu stendur, frá 8. til 11. ágúst, og upplifa þannig skólann beint í æð. Það er til að mynda tilvalið fyrir þá sem hafa dreymt um að stunda nám við skólann sem og fyrir þá sem vilja endurupplifa dvöl þeirra við skólann.
Dvöl á heimavistinni er opin bæði fyrir námskeiðsnemendur af landsbyggðinni og af höfuðborgarsvæðinu.

Mæting á heimavist er milli kl. 16 og 18 þann 8. ágúst, eða eftir samkomulagi.

Dvöl á heimavistinni kostar 5.000 krónur nóttin sem
bætist þá við námskeiðsgjald. Komið með eigin sængurföt.

Verð: 48.000 kr.

Hámarks nemendafjöldi er 12 manns.

Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á góðviðrisdögum í síðsumrinu.

    Velja námskeið: