Foreldraboð í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.

Þann 12. maí s.l. var seinna foreldraboð Hússtjórnarskólans í Reykjavík haldið í skólanum, en foreldraboðin eru tvö á hverri önn.
Líkt og áður eru þetta stórglæsileg boð, sjón er sögu ríkari.
Tekið var á móti gestum að höfðinglegum sið með bros á vör í anddyri hússins og  gestum boðið til sætis í stofu.
Á slaginu kl. 18.30 opnaðist hurðin inn í borðstofuna og Margrét skólameistari bauð alla hjartanlega velkomna  og tjáði okkur jafnframt að þegar allir hefðu borðað nægju sína þá yrði farið í skoðunarferð um skólann  undir leiðsögn kennara og nemendur myndu sína verkin sín og að því loknu yrði boðið upp á kaffi og kökur.
Það voru glaðir foreldrar , ættingjar og gestir sem yfirgáfu Hússtjórnarskólann  þetta kvöld með bros á vör, enda ekki annað hægt.

 

Myndir úr foreldraboði.  ( Smellið á myndirnar til stækka þær )

Verk nemenda í foreldraboði 12. maí 2017.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *