Skólaferðalag.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

17. september 2019 fórum við í skólaferðalag.  Komið var við á Sólheimum og þar sáum við þetta flott grill, sem þau höfðu gert. Land Rover grillið á Sólheimum.

Seitt rúgbrauð grafið upp .

Foreldrar eins nemandans búa á Laugavatni og buðu okkur í nýbakað brauð með smjöri og reyktum silung frá Skúla bónda í Útey. Þetta var alveg frábært og eiga þau þakkir skilið.