Berjaferð haustið 2019

Hússtjórnarskólinn í Reykjavíki

Miðvikudaginn 4 september sl fóru nemundur í hina árlegu berjaferð skólans. Þetta eru alltaf
skemmtilegar ferðir og reyna nemendur að tína sem mest, bæði af krækiberjum og bláberjum.

Úr berjunum búa nemendur til bláberjasultu og krækiberjahlaup auk þess að safta.

Þetta er síðan notað yfir veturinn en þeir sem vilja smakka á þessu góðgæti eru velkomnir í opið hús í
Hússtjórnarskólanum laugardaginn 14. desember n.k. en þá er hægt að næla sér í hlaup og sultur ásamt ýmsu öðru góðgæti.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum nemendum skólans en það voru einnig  fleiri nemendur sem komu að saft- og sultugerðinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *