Vöggusett – útsaumur og vélsaumur – nóvember 2025

Kennari:  Katrín Jóhannesdóttir, textílkennari við Hússtjórnarskólann.
Hvenær:  3., 6. og 10. nóvember 2025 kl. 17-20. (Mán. – Fim. – Mán.)   Alls 9 klukkustundir.
Staðsetning:  Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja:  Allir velkomnir, bæði byrjendur og lengra komnir.
Taka með:  Allt efni er innifalið og áhöld til staðar en gott er að hafa útsaumsskæri meðferðis og jafnvel sterku gleraugun fyrir þá sem notast við slíkt.

Katrín mun kenna þriggja daga námskeið þar sem verkefnið verður vöggusett – saumað frá grunni og með útsaumi.  Tvöfaldur/franskur saumur, lek og bendlabönd.  Valið er milli nokkurra munsturgerða þar sem spor eins og lykkjuspor og fræhnútar, kontórstingur, flatsaumur og fiskibeinaspor fá að njóta sín.  Munstur er fært yfir á efni með prikk-aðferðinni og farið verður vel í þá aðferð.

Saumavélar verða á staðnum.

Námskeiðið verður haldið í saumastofu Hússtjórnarskólans og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar milli þess sem sporin verða tekin.  Njótum saumaskapsins saman í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans á notalegum haustkvöldum.

Verð: 28.500 kr.