Fyrir börn og unglinga
Í boði fyrir allan grunnskólaaldur, allt frá 5 ára til 16 ára.
Viltu koma á vikulangt sumarnámskeið í Húsó að læra eldamennsku, bakstur, hekl, útsaum, fatasaum og kynnast nærumhverfi skólans í skemmtilegum leikjum og ferðum?
Veldu þér námskeið sem höfðar til þín og er fyrir þinn aldurshóp.
Gættu þess að haka í réttan reit þegar þú velur þér námskeið!
Hvar: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík
Hvenær: Ein vika, kl. 8:30-15:30. Húsið opnar kl. 8:15.
Dagskrá:
Kl. 8:30 – Morgunmatur
Kl. 9 – Matreiðsla
Kl. 11:30 – Hádegismatur + frágangur
Kl. 12:30 – Handavinna* + útivera
Kl. 15:30 – Heimför
ATH: Á föstudögum er heimför kl. 14.
* Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða handavinnu við leggjum áherslu í hverri viku fyrir sig.
Vika 1 | 10.-13. júní (ath. frí 9. júní) | 1.-3. bekkur | Áhersla á útsaum. |
Vika 2 | 16.-20. júní (ath. frí 17. júní) | 4.-5. bekkur | Áhersla á vélsaum. |
Vika 3 | 30. júní – 4. júlí | 6.-7. bekkur | Áhersla á útsaum. |
Vika 4 | 7.-11. júlí | 1.-3. bekkur | Áhersla á útsaum. |
Vika 5 | 14.-18. júlí | 8.-10. bekkur | Áhersla á hekl. |
Vika 6 | 21.-25. júlí | 4.-5. bekkur | Áhersla á vélsaum. |
Vika 7 | 28. júlí – 1. ágúst | 6.-7. bekkur | Áhersla á útsaum. |
Vika 8 | 5.-8. ágúst (ath. frí 4. ágúst) | 4.-5. bekkur | Áhersla á hekl. |
Vika 9 | 11.-15. ágúst | 1.-3. bekkur | Áhersla á útsaum. |
Taka með: Allt efni er innifalið og áhöld til staðar. Nemendur mæti með inniskó.
Leiðbeinendur: Kristín Lára Torfadóttir og Þórný Kristín Sigurðardóttir.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Skráning hér:
Vika 1: 57.000 kr.
Vika 2: 57.000 kr.
Vika 3: 68.000 kr.
Vika 4: 68.000 kr.
Vika 5: 68.000 kr.
Vika 6: 68.000 kr.
Vika 7: 68.000 kr.
Vika 8: 57.000 kr.
Vika 9: 68.000 kr.
ATHUGIÐ:
- Börn sem eru að ljúka leikskóla eru velkomin á yngsta stigs námskeiðið.
- Ef barn er t.d. að ljúka við 3. bekk er það val forráðamanna hvort barnið sé skráð á námskeið með 1.-3. bekk eða 4.-5. bekk.
- Ef einhver ofnæmi eða sérþarfir varðandi mat eru verða slíkar upplýsingar að fylgja skráningu svo við getum undirbúið matreiðslu með fyrirvara út frá því. Ef einhver ofnæmi eru köllum við eftir vottorði vegna þeirra. Einnig ef einhverjar greiningar eru sem gott er fyrir okkur að vita af.
Fyrirspurnum varðandi sumarnámskeiðin er svarað á netfanginu: barnanamskeid@husstjornarskolinn.is
MATSEÐLAR SUMARSINS:
Vika 1

Vika 2

Vika 3

Vika 4

Vika 5

Vika 6

Vika 7

Vika 8

Vika 9









Sjáumst í Húsó!