Barna- og unglinganámskeið – Haust 2025

FYRIRSPURNUM UM BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ HÚSÓ ER SVARAÐ Á NETFANGINU: barnanamskeid@husstjornarskolinn.is

Ertu 6-15 ára?
Viltu koma á námskeið í Húsó að læra meðal annars að hekla, sauma, prjóna, elda og baka?

Í vetur verða haldin sex slík námskeið. Finndu þér námskeið sem hentar þér best:

Hvenær:

Gulur hópurMánudagar kl. 17-193.-4. bekkur
Rauður hópurÞriðjudagar kl. 17-196.-7. bekkur
Grænn hópurMiðvikudagar kl. 16:30-18:301.-3. bekkur
Blár hópurMiðvikudagar kl. 17-194.-5. bekkur
Svartur hópurMiðvikudagar kl. 19-218.-10. bekkur
Hvítur hópurFimmtudagar kl. 17-194.-5. bekkur

Gulur hópur:
Leiðbeinendur: Þórný Kristín Laxdal Sigurðardóttir og Ólöf Rán Pétursdóttir
Fyrsti tíminn: 8. september
Vetrarfrí: 27. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 24. nóvember
Jólatími: 28. desember kl. 11-15

Rauður hópur:
Leiðbeinendur: Kristín Lára Torfadóttir og Þórný Kristín Laxdal Sigurðardóttir
Fyrsti tíminn: 2. september
Vetrarfrí: 21. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 18. nóvember
Jólatími: 30. desember kl. 11-15

Grænn hópur:
Leiðbeinendur: Kristín Lára Torfadóttir og Þórný Kristín Laxdal Sigurðardóttir
Fyrsti tíminn: 3. september
Vetrarfrí: 22. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 19. nóvember
Jólatími: 29. desember kl. 9-13 (Húsið er opið frá kl. 8:15 og nemendum boðið upp á morgunmat, námskeið hefst kl. 9).

Blár hópur:
Leiðbeinendur: Ólöf Rán Pétursdóttir og Selma Hlynsdóttir
Fyrsti tíminn: 10. september
Vetrarfrí: 29. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 26. nóvember
Jólatími: 22. desember kl. 9-12:30 (Húsið er opið frá kl. 8:15 og nemendum boðið upp á morgunmat, námskeið hefst kl. 9).

Svartur hópur:
Leiðbeinendur: Kristín Lára Torfadóttir og Þórný Kristín Laxdal Sigurðardóttir
Fyrsti tíminn: 3. september
Vetrarfrí: 22. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 19. nóvember
Jólatími: 29. desember kl. 13:30-16.

Hvítur hópur:
Leiðbeinendur: Ólöf Rán Pétursdóttir og Selma Hlynsdóttir
Fyrsti tíminn: 11. september
Vetrarfrí: 30. október
Síðasti tími fyrir jólafrí: 27. nóvember
Jólatími: 22. desember kl. 13-17.

Í jólatíma verður jólabakstur, jólaföndur og jólaleikir að hætti Húsó.

Opið hús verður hjá nemendum Hússtjórnarskólans í Reykjavík laugardaginn 6. desember kl. 13:30-17. Nemendur barna- og unglinganámskeiðanna munu einnig sýna afrakstur sinn á því.

Áhersla verður lögð á:
Gulur hópur:
Matreiðslu, ræstingu, útsaum, vélsaum og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Rauður hópur:
Matreiðslu, ræstingu, útsaum, vélsaum og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Grænn hópur:
Matreiðslu, ræstingu, útsaum og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Blár hópur:
Ræstingu, prjón og handavinnu sem hæfir hverjum og einum. Ath: Þetta er eini hópurinn sem fer ekki í matreiðslu.
Svartur hópur:
Matreiðslu, ræstingu, útsaum og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.
Hvítur hópur:
Matreiðslu, ræstingu, hekl og handavinnu sem hæfir hverjum og einum.

Nemendur læra meðal annars:

  • Helstu undirstöður í matreiðslu, bæði eldamennsku og bakstri. Nemendur læra að fylgja uppskriftum.
  • Helstu undirstöður hekls líkt og loftlykkjur, fastapinna og stuðla. Nemendur læra bæði að fylgja uppskriftum og skapa sjálf eftir eigin hæfni. Nemendur hekla til dæmis litlar töskur, dýr og klæðnað á sig sjálf.
  • Helstu undirstöður í prjóni líkt og að fitja upp, sléttar og brugðnar lykkjur, taka saman og auka út og mynsturprjón/skipta um lit. Nemendur læra bæði að fylgja uppskriftum og skapa sjálf eftir eigin hæfni. Nemendur prjóna til dæmis litlar töskur, dýr og klæðnað á sig sjálf.
  • Helstu undirstöður í þvotti, ræstingu og framreiðslu, líkt og að leggja á borð, setja í vélar, flokka þvott, blettahreinsa og ganga frá eftir sig.
  • Helstu undirstöður í útsaumi, nýjar sem og gamlar grunnaðferðir í útsaum. Þeir læra og útfæra spor í frjálsum útsaum, kynnast mismunandi efnum sem notuð eru í útsaum. Nemendur læra einnig nöfn á þeim hjálpartækjum sem unnið er með í útsaum. Mikil áhersla er lögð á vandaðan og snyrtilegan frágang verka.
  • Helstu undirstöður í vélsaumi, læra á Husqvarna-saumavélar og einföldustu spor.

Taka með: Allt efni er innifalið og áhöld til staðar. Nauðsynlegt er að nemendur mæti með inniskó, sérstaklega þegar farið er í matreiðslu.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.

Skráning hér:
Gulur hópur: 88.000 kr.
Rauður hópur: 88.000 kr.
Grænn hópur: 88.000 kr.
Blár hópur: 88.000 kr.
Svartur hópur: 88.000 kr.
Hvítur hópur: 88.000 kr.

ATHUGIÐ:

  • Ef einhver ofnæmi eða sérþarfir varðandi mat eru verða slíkar upplýsingar að fylgja skráningu svo við getum undirbúið matreiðslu með fyrirvara út frá því. Ef einhver ofnæmi eru köllum við eftir vottorði vegna þeirra. Einnig ef einhverjar greiningar eru sem gott er fyrir okkur að vita af.
  • Kennsla fer fram á íslensku.
  • FYRIRSPURNUM UM BARNA- OG UNGLINGANÁMSKEIÐ HÚSÓ ER SVARAÐ Á NETFANGINU: barnanamskeid@husstjornarskolinn.is

Sjáumst í Húsó!