Þetta námskeið er hluti af námskeiðsseríunni Heima með Mörtu Maríu, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Þú getur valið að koma á þetta námskeið, án þess að skrá þig á hin námskeiðin í seríunni.
ATH: Ef þú hefur fengið gjafabréf á námskeið í námskeiðsseríunni Heima með Mörtu Maríu og vilt koma á þetta tiltekna námskeið getur þú sett inn afsláttarkóðann hér í næsta skrefi.
Heima með Mörtu Maríu – Þvottur og strauning
Farið verður m.a. í flokkun heimilisþvottar, hitastig, snúning og vindingu, handþvott, umhirðu þvottavéla, þvottaefni, hvernig hengja skal upp þvott, brjóta saman þvott, blettahreinsun ásamt grunnatriði í strauningu og pressun.
Tími: fimmtudagurinn 22. janúar 2026 kl. 17-20.
Námskeiðið er alls 3 klst.
Innifalið: Allt innifalið, boðið verður upp á léttar veitingar líkt og kaffi, te og með’ðí.
Taka með: Ef þú vilt strauja þína eigin skyrtu, dúk eða pressa þínar eigin dragtarbuxur í buxnabrot – þá máttu endilega koma með það með þér. Glósubók ef þú vilt.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja: Allir velkomnir. Aldurstakmark: 16 ára. Námskeiðið verður haldið í stofum Hússtjórnarskólans og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar milli þess sem spjallað verður um þessi mikilvægu málefni og straujárnin munduð. Njótum og lærum í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans saman.


