Þetta námskeið er hluti af námskeiðsseríunni Heima með Mörtu Maríu, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Þú getur valið að koma á þetta námskeið, án þess að skrá þig á hin námskeiðin í seríunni.
ATH: Ef þú hefur fengið gjafabréf á námskeið í námskeiðsseríunni Heima með Mörtu Maríu og vilt koma á þetta tiltekna námskeið getur þú sett inn afsláttarkóðann hér í næsta skrefi.
Heima með Mörtu Maríu – Pönnukökubakstur
Farið verður í grunnatriði varðandi hefðbundinn, gamaldags íslenskan pönnukökubakstur. Hér eru húsráð, hefðir og leyndarmál undirstaðan. Notuð verður 80 ára gömul Húsó-uppskrift. Athugið að Marta María skólameistari er ekki lærður kokkur, bakari eða matreiðslumeistari.
Tími: þriðjudaginn 10. febrúar 2026 kl. 17-20.
Námskeiðið er alls 3 klst.
Innifalið: Allur efniskostnaður innifalinn.
Taka með: INNISKÓR NAUÐSYNLEGIR. Velkomið að koma með eigin svuntur, annars eru svuntur líka á staðnum.
Staðsetning: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Sólvallagata 12, 101 Reykjavík.
Fyrir hverja: Allir velkomnir. Námskeiðið verður haldið í eldhúsi og borðstofu Hússtjórnarskólans. Njótum og lærum í þessu sögufræga húsi og upplifum anda Hússtjórnarskólans saman.


