Þegar gjafabréfið er keypt færðu það bæði sent til þín í tölvupósti eða getur hlaðið því niður um leið og kaupin klárast. Gjafabréfið inniheldur kóða og eftirfarandi texta. Eina sem þú þarft að gera er að prenta það út og skutla því í jólapakka!
Gjafabréf á námskeið í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík
Heima með Mörtu Maríu
Handhafi þessa gjafabréfs getur nú valið um eitt af námskeiðunum í námskeiðsseríunni Heima með Mörtu Maríu, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík.
Hægt er að velja milli námskeiða á borð við hagnýt húsráð Mörtu Maríu varðandi þvott, þrif, blettahreinsun, strauningu og pönnukökubakstur upp á hefðbundna mátann. Kíktu á úrvalið á heimasíðu Hússtjórnarskólans.
Svona gerir þú:
• Kíktu inn á heimasíðu okkar, husstjornarskolinn.is. Eða með því að nota QR-kóðann.
• Veldu það námskeið með Mörtu Maríu sem þig langar mest á, og þá dagsetningu sem hentar þér.
• Skelltu lykilorðinu hér í gjafabréfinu inn og bókaðu þig á námskeiðið.
Sjáumst hress í Húsó á fallegu vetrarkvöldi.
Gleðileg jól!

