Hekl

Námsgrein: Hekl
Viðfangsefni: Einfalt og flókið hekl, einfaldir og tvöfaldir stuðlar, fastapinnar og loftlykkjur.
Þrep: 2
Einingafjöldi: 2
Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:
Áhersla er lögð á að nemendur læri undirstöðuaðferðir í hekli sem þeir byggja síðan ofan á. Nemendur læra að lesa uppskriftir og munstur ásamt því að skilja orð, hugtök, og skammstafanir og geta unnið eftir þeim. Fjallað er um garntegundir, stærð heklunála varðandi stærð á máli og hvort heklað er laust eða fast. Nemendur hekla ýmsa nytjahluti og kenndur er vandaður frágangur.
Aðalmarkmið áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt hafi og skilning á hekli, uppskriftum og vönduðum vinnubrögðum. Geti nýtt sér námið til áframhaldandi leikni og þróunar í færni við að hekla flíkur og aðra nytjahluti:

Námsmat:
Leiðsagnarmat og símat ásamt mati prófdómara. Námsmat er í höndum kennara og prófdómara í viðkomandi áfanga. Kennari afhendir nemendum sundurliðaða kennsluáætlun í upphafi annar og framfylgir henni samkvæmt reglum um námsmat í skólanámskrá skólans.