Foreldraboðin eru sérstaklega ánægjuleg kvöld í skólanum. Foreldrum og ættingjum er boðið í skólann, þar sem nemendur taka á móti þeim. Skólameistari býður síðan gesti velkomna og opnar inn í innri stofu, þar sem nemendur hafa komið fyrir ýmsum kræsingum, sem þeir hafa útbúið. Gestum boðið í stofu til að gæða sér á veitingum. Eftir matinn er gestum boðið að skoða vinnu nemenda og skólahúsið en síðan er boðið upp á kaffi og meðlæti. Fólk situr síðan og spjallar fram eftir kvöldi.
Foreldraboð
2019-05-03 18:00 - 23:00