Skólameistari er alla jafna öryggisvörður Hússtjórnarskólans í Reykjavík.
Skólameistari fylgist með tilkynningum frá almannavarnadeild ríkislögreglu og embætti landlæknis og kemur upplýsingum á
framfæri bæði til starfsfólks og nemenda skólans.
Veikindi og mæting nemenda eru skráðar daglega.
Þegar hættustig er eins og nú, eru veikindi skráð ýtarlegar.
Verklagsreglum um almenn þrif og sóttvarnir á algengum snertiflötum ásamt handþvotti og sprittun
handa, hafa ávallt verið í gildi innan skólans og vægi þess enn meira nú.
Skólinn mun halda úti starfsemi eins lengi og unnt er. Ef til þess kemur að breyting verður gagnvart
nemendum verður fjarskiptatækni nýtt eins og unnt er varðandi skipulag heimanáms.
Skólinn lokar komi ákvörðun um það frá yfirvöldum.
Hér má sjá leiðbeiningar frá embætti landlæknis.