Sigrid Daregård

Sæl Margrét.
Gleðilegt ár og vona að allt sé gott að frétta af ykkur í skólanum.
Síðan ég lauk námskeiði hjá ykkur hef ég virkilega getað nýtt mér kunnáttuna sem ég fékk í Hússtjórnarskólanum og hefur það sannarlega verið mér mikils virði. Fyrst í stílistanámi í París, núna í textílskóla í Svíþjóð, þar sem aðaláherslan er lögð á útsaum, vefnað og handlitun á garni og næst, ef allt fer eftir óskum; í tískuhönnun hér í Stokkhólmi. Það sem ég hef lært í skólanum hjá ykkur hefur gefið mér mikið forskot í öllu því námi sem ég hef tekið mér fyrir hendur eftir Hússtjórnarskólann og er ég endalaust þakklát fyrir þann frábæra tíma sem ég átti hjá ykkur.