Umsagnir nemenda

Besti skóli í heimi.

Ásta Birna Einarsdóttir

Var í heimavistinni þarna á Sólvallagötu 12 frá 1958-1959.  Þetta var yndislegt, góður skóli fyrir lífið.

Jóhanna Steinunn Guðmundsdóttir Nemandi 1958-1959

Sæl Margrét.
Gleðilegt ár og vona að allt sé gott að frétta af ykkur í skólanum.
Síðan ég lauk námskeiði hjá ykkur hef ég virkilega getað nýtt mér kunnáttuna sem ég fékk í Hússtjórnarskólanum og hefur það sannarlega verið mér mikils virði. Fyrst í stílistanámi í París, núna í textílskóla í Svíþjóð, þar sem aðaláherslan er lögð á útsaum, vefnað og handlitun á garni og næst, ef allt fer eftir óskum; í tískuhönnun hér í Stokkhólmi. Það sem ég hef lært í skólanum hjá ykkur hefur gefið mér mikið forskot í öllu því námi sem ég hef tekið mér fyrir hendur eftir Hússtjórnarskólann og er ég endalaust þakklát fyrir þann frábæra tíma sem ég átti hjá ykkur.

Sigrid Daregård

Viltu frekari upplýsingar?