Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík 12 maí 2018

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

OPIÐ HÚS í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.

Laugardaginn 12. maí n.k. verður „opið hús“ í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, Sólvallagötu 12 frá 13:30-17:00.

Sýning á vinnu nemenda, kaffi og kökusala. ALLIR VELKOMNIR.

Við hvetjum alla til að mæta, því það er mjög gaman að heimsækja skólann, skoða þetta fallega hús, sem talið er eitt af fallegustu húsum Reykjavíkur, skoða vinnu nemenda og fá góðar veitingar.

Það er gaman þegar fyrrverandi nemendur mæta með fjölskyldum sínum, ganga um húsið og segja frá námsdvölinni. Hvetjum alla til að mæta og njóta stundar með okkur.

Kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira boðið gegn vægu gjaldi.

Skólinn tók til starfa 7. Febrúar 1942, að Sólvallagötu 12 og hefur verið þar síðan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *