Kostnaður við skólavist

Kostnaður við einnar annar nám er kr. 390.000 – 430.000 kr. Innifalið er:

  • Máltíðir þ.e. morgun og hádegisverður ásamt miðdagskaffi.
  • Tvö foreldraboð og allt efni til ræstinga.
  • Nemendur fá öll námsgögn afhent til eignar.
  • Allar kennslubækur hvor sem er í matreiðslu, handavinnu eða bóklegum greinum, ritföng, möppur, ljósrit, skriffæri.
  • Allt efni í vefnað, prjón, og handavinnu.
  • Nemendur skila ekki prufum heldur heilum stykkjum og flíkum.
  • Nemendur fá prjónasett í öllum stærðum og lengdum, heklunálar, þrenn skæri þ.e sníðaskæri, útsaumsskæri og pappírsskæri.
  • Nemendur fá prjóna og útsaumstöskur, ásamt tveimur töskum sérmerktar skólanum til að vera með kennslugögn í .
  • Nemendur fá títuprjónabox, segla, málbönd og saumahringi, reglustiku ásamt ýmsu fleira.

Eina sem nemendur þurfa sjálfir að kaupa er lopi í peysu og efni í kjól. Skólinn ásamt kennurum hver í sínu fagi sjá um innkaupá námsefni og er það gert á sem hagkvæmasta máta.

Greiðslufyrirkomulag
Staðfestingargjald er kr. 40.000 og er óafturkræft. Nemendur greiða kr. 220.000 áður en skóli hefst og á miðri önn greiðist kr. 140.000. Í lok annar greiðast eftirstöðvar og hafa nemendur tvo mánuði til að greiða eftirstöðvar.