Inntaka nemanda
Skólameistari er ábyrgur fyrir inntöku nemenda í skólann. Inntökuskilyrði fyrir skólagöngu er grunnskólapróf en með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini nemanda því til staðfestingar.
Eldri nemendur hafa forgang inn í skólann og er einnig farið eftir því hvenær umsóknir berast.
Nemandi sendir inn umsókn á þar til gerðu eyðublaði eða rafrænt beint til skólans. Nemandi undir 18 ára aldri þarf að hafa undirskrift foreldra eða forráðamanns á umsókninni. Fyrir þá nemendur getur Skólameistari þá veitt foreldrum upplýsingar um framvindum náms og leitað aðstoðar ef þess þarf t.d. við brot á skólareglum, veikindi og annað sem upp getur komið.
Með greiðslu staðfestingargjalds staðfestir nemandi að hann ætli sér að stunda nám við skólann og um leið að hlíta reglum skólans.
Ef nemandi er fatlaður eða á við veikindi að stríða þarf hann að láta vita og láta skólann fá allar þær upplýsingar sem skólinn krefst til að meta hvort skólinn geti þjónað nemandanum eins og þörf er á. Því miður hefur skólinn ekki aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk.
Komið er til móts við nemendur með sérþarfir eins og t.d. lesblindu. Nemendur með mikinn prófkvíða og lesblindu gefst kostur á að taka munnleg próf í stað skriflegra.
Umsókn um nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík er hægt að gera á heimasíðu skólans undir tenglinum Umsókn.