Erum að innrita nemendur fyrir haustönn 2020.
Frábært nám fyrir alla sem vilja læra að sjá um sig sjálfir. Góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í tengdum fögum td. fataiðn, matreiðslu, fatahönnun og kennaranámi í textiláföngum og hússtjórn.
Nám fyrir bæði stelpur og stráka. Skólinn er í gömlu hlýlegu húsi þar sem góður andi ríkir.
Námið er ein önn. Boðið er upp á heimavist fyrir þá sem það velja.
Hér er hægt að sækja um skólavist
Búið er að gera skemmtilega mynd um skólann og er hér slóð inn á sýnishorn af myndinni.
Hér fyrir neðan eru nokkrar ljósmyndir úr skólastarfinu á liðnum árum.