Hússtjórnarskólinn í Reykjavík 80. ára

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík á 80 ára starfsafmæli á þessu ári, en fyrsti kennsludagur var 7. febrúar árið 1942.
Í miðri Covid-bylgju gátum við ekki haldið upp á afmælið 7. febrúar síðastliðinn en ætlum nú að halda upp á það mánudaginn 14. nóvember.
Þann dag verður opið hús milli kl. 10 og kl. 17 og gefst gestum og gangandi kostur á að kíkja í kennslustundir á hefðbundnum skóladegi nemenda, og sjá þannig hvernig það er í raun og veru að vera í Húsó.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á afmælisköku og kaffi í tilefni afmælisins. Við hlökkum til að sjá þig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *