Foreldrakvöld

24. febrúar 2017 var fyrra foreldraboðið á vorönn haldið í  Hússtjórnarskólanu en þá bjóða nemendur, foreldrum, systkinum og ýmsum ættingjum til kvöldverðar.

Þegar gestir mættu , þá var tekið á móti þeim og þeim vísað til stofu.  Á meðan voru nemendur í óða önn að undirbúa kvöldverðinn, með því að bera veisluföng úr eldhúsi inn í borðstofu.

Þegar allir voru mættir, þá bauð Margrét, skólameistari alla velkomna og síðan var gengið inn í borðstofuna, þar sem borðið svignaði undan góðum og fallegum réttum. 

Á boðstólnum voru ýmsir síldarrétti, kjöt, salat, brauð og annað, sem gerði þetta að góðri veislumáltíð.

Þegar gestir voru búnir að snæða, þá var boðið upp á skoðunarferð um skólann, þar sem kennarar kynntu skólastarfið en nemendur kynntu stoltir eigin verk.

Að lokinni skoðunarferð,  var búið að dekka borð að nýju og setja kransaköku og tertur á borðið og gestir fengu sér kaffi og meðlæti.

Fólk sat síðan fram eftir kvöldið og spjallaði saman.  Þetta var mjög ánægjuleg kvöldstund.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *