Á hverri önn eru haldin foreldraboð, þar sem nemendur bjóða foreldrum og/eða öðrum ættingjum í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Þetta er ánægjuleg kvöldstund. Margrét skólastjóri byrjar á því að bjóða alla velkomna og síðan er boðið til stofu, þar sem nemendur hafa útbúið veisluborð. Eftir borðhaldið er gestum boðið að skoða skólann og vinnu nemenda. Eftir það er komið að eftirréttum og kaffi. Hér eru nokkrar myndir frá síðasta foreldraboði 15. október 2021.