Laugardaginn 4. desember verður opið hús frá 13:30-17:00 í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík,
Sólvallagötu 12.
Sýning á vinnu nemenda, kaffi og kökusala. Allir velkomnir.
Hvetjum eldri nemendur til að koma, hitta vini og kunninga og rifja upp gamla tíma.
Það er mjög gaman að koma í Hússtjórnarskólann, ganga þar um stofur, skoða eldhúsið,
vefstofuna, saumastofuna, handverk nemenda og annað sem er í þessu fallega húsi.
Setjast síðan niður í betri stofuna og fá sér pönnukökur með rjóma eða tertusneið og njóta augnabliksins.
Skólinn tók til starfa 7. febrúar 1942, að Sólvallagötu 12 og hefur verið þar síðan.