Sjálfseignarstofnunin HANDVERK OG HÖNNUN var stofnuð í janúar 2007. Hún tók við af verkefninu HANDVERK OG HÖNNUN sem stofnað var 1994. Sjálfseignarstofnunin er rekin með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Meginmarkmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar, og að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.
Hér er tengill inn á facebooksíðu sýningarinnar.